Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur tvívegis uppfært verðskrá vegna sauðfjár sem slátrað var haustið 2017, fyrst um 3% í febrúar síðastliðnum og í lok maí um 2,3%, en afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gaf tilefni til uppfærslu verðsins. 
 
Sauðfjárbændur hafa því fengið ríflega 5% uppbót á það verð sem kynnt var á liðnu hausti. Næsta endurskoðun á verðskrá er fyrirhuguð í ágúst og er vegna sölu á öðrum ársfjórðungi. 
 
 „Við höfum haft þá stefnu síðan í haust að verði gerðar breytingar á þeirri verðskrá sauðfjárinnleggs sem kynnt var fyrir sláturtíðina 2017 þá munu þær breytingar byggjast á aðstæðum sem hafa raungerst – þ.e. við munum ekki gera breytingar á verðskránni vegna væntinga um að aðstæður verði betri heldur en óttast er, heldur vegna þess að aðstæður hafa í raun verið betri en það sem óttast var,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Uppfært verð fyrir það innlegg sem þegar er selt
 
Hann segir að þegar ákvörðun var tekin um verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg síðasta haust hafi legið fyrir að ef afurðasala yrði betri en menn þá óttuðust yrði verðskrá endurskoðuð í því ljósi.  „Það hefur líka legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma,“ segir Ágúst Torfi.
 
Endurskoðað aftur síðsumars og í haust
 
Norðlenska greiddi sauðfjárbændum leiðréttingu á verð í febrúar, sem nam 3% ofan á allt innlegg haustsins 2017. Við endurskoðun á verðskrá í liðnum mánuði var svigrúm til hækkunar upp á 2,3% vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Næsta endurskoðun verður að áliðnu sumri og fjórða og síðasta endurskoðun verðskrár verður í haust, október nóvember eða þegar allt kjöt ársins 2017 hefur verið selt. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...