Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur tvívegis uppfært verðskrá vegna sauðfjár sem slátrað var haustið 2017, fyrst um 3% í febrúar síðastliðnum og í lok maí um 2,3%, en afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gaf tilefni til uppfærslu verðsins. 
 
Sauðfjárbændur hafa því fengið ríflega 5% uppbót á það verð sem kynnt var á liðnu hausti. Næsta endurskoðun á verðskrá er fyrirhuguð í ágúst og er vegna sölu á öðrum ársfjórðungi. 
 
 „Við höfum haft þá stefnu síðan í haust að verði gerðar breytingar á þeirri verðskrá sauðfjárinnleggs sem kynnt var fyrir sláturtíðina 2017 þá munu þær breytingar byggjast á aðstæðum sem hafa raungerst – þ.e. við munum ekki gera breytingar á verðskránni vegna væntinga um að aðstæður verði betri heldur en óttast er, heldur vegna þess að aðstæður hafa í raun verið betri en það sem óttast var,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Uppfært verð fyrir það innlegg sem þegar er selt
 
Hann segir að þegar ákvörðun var tekin um verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg síðasta haust hafi legið fyrir að ef afurðasala yrði betri en menn þá óttuðust yrði verðskrá endurskoðuð í því ljósi.  „Það hefur líka legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma,“ segir Ágúst Torfi.
 
Endurskoðað aftur síðsumars og í haust
 
Norðlenska greiddi sauðfjárbændum leiðréttingu á verð í febrúar, sem nam 3% ofan á allt innlegg haustsins 2017. Við endurskoðun á verðskrá í liðnum mánuði var svigrúm til hækkunar upp á 2,3% vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Næsta endurskoðun verður að áliðnu sumri og fjórða og síðasta endurskoðun verðskrár verður í haust, október nóvember eða þegar allt kjöt ársins 2017 hefur verið selt. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...