Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur tvívegis uppfært verðskrá vegna sauðfjár sem slátrað var haustið 2017, fyrst um 3% í febrúar síðastliðnum og í lok maí um 2,3%, en afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gaf tilefni til uppfærslu verðsins. 
 
Sauðfjárbændur hafa því fengið ríflega 5% uppbót á það verð sem kynnt var á liðnu hausti. Næsta endurskoðun á verðskrá er fyrirhuguð í ágúst og er vegna sölu á öðrum ársfjórðungi. 
 
 „Við höfum haft þá stefnu síðan í haust að verði gerðar breytingar á þeirri verðskrá sauðfjárinnleggs sem kynnt var fyrir sláturtíðina 2017 þá munu þær breytingar byggjast á aðstæðum sem hafa raungerst – þ.e. við munum ekki gera breytingar á verðskránni vegna væntinga um að aðstæður verði betri heldur en óttast er, heldur vegna þess að aðstæður hafa í raun verið betri en það sem óttast var,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Uppfært verð fyrir það innlegg sem þegar er selt
 
Hann segir að þegar ákvörðun var tekin um verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg síðasta haust hafi legið fyrir að ef afurðasala yrði betri en menn þá óttuðust yrði verðskrá endurskoðuð í því ljósi.  „Það hefur líka legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma,“ segir Ágúst Torfi.
 
Endurskoðað aftur síðsumars og í haust
 
Norðlenska greiddi sauðfjárbændum leiðréttingu á verð í febrúar, sem nam 3% ofan á allt innlegg haustsins 2017. Við endurskoðun á verðskrá í liðnum mánuði var svigrúm til hækkunar upp á 2,3% vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Næsta endurskoðun verður að áliðnu sumri og fjórða og síðasta endurskoðun verðskrár verður í haust, október nóvember eða þegar allt kjöt ársins 2017 hefur verið selt. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...