Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur tvívegis uppfært verðskrá vegna sauðfjár sem slátrað var haustið 2017, fyrst um 3% í febrúar síðastliðnum og í lok maí um 2,3%, en afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gaf tilefni til uppfærslu verðsins. 
 
Sauðfjárbændur hafa því fengið ríflega 5% uppbót á það verð sem kynnt var á liðnu hausti. Næsta endurskoðun á verðskrá er fyrirhuguð í ágúst og er vegna sölu á öðrum ársfjórðungi. 
 
 „Við höfum haft þá stefnu síðan í haust að verði gerðar breytingar á þeirri verðskrá sauðfjárinnleggs sem kynnt var fyrir sláturtíðina 2017 þá munu þær breytingar byggjast á aðstæðum sem hafa raungerst – þ.e. við munum ekki gera breytingar á verðskránni vegna væntinga um að aðstæður verði betri heldur en óttast er, heldur vegna þess að aðstæður hafa í raun verið betri en það sem óttast var,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Uppfært verð fyrir það innlegg sem þegar er selt
 
Hann segir að þegar ákvörðun var tekin um verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg síðasta haust hafi legið fyrir að ef afurðasala yrði betri en menn þá óttuðust yrði verðskrá endurskoðuð í því ljósi.  „Það hefur líka legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma,“ segir Ágúst Torfi.
 
Endurskoðað aftur síðsumars og í haust
 
Norðlenska greiddi sauðfjárbændum leiðréttingu á verð í febrúar, sem nam 3% ofan á allt innlegg haustsins 2017. Við endurskoðun á verðskrá í liðnum mánuði var svigrúm til hækkunar upp á 2,3% vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Næsta endurskoðun verður að áliðnu sumri og fjórða og síðasta endurskoðun verðskrár verður í haust, október nóvember eða þegar allt kjöt ársins 2017 hefur verið selt. 
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lágmarkskröfurnar
11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Stýrihópur greiðir úr misfellum
11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Vambir liðnar undir lok
11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Sauðfé passleg stærð
11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Mest aukning í svínakjöti
11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti