Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Norðlenska hefur greitt sauðjárbændum ríflega 5% uppbót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur tvívegis uppfært verðskrá vegna sauðfjár sem slátrað var haustið 2017, fyrst um 3% í febrúar síðastliðnum og í lok maí um 2,3%, en afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gaf tilefni til uppfærslu verðsins. 
 
Sauðfjárbændur hafa því fengið ríflega 5% uppbót á það verð sem kynnt var á liðnu hausti. Næsta endurskoðun á verðskrá er fyrirhuguð í ágúst og er vegna sölu á öðrum ársfjórðungi. 
 
 „Við höfum haft þá stefnu síðan í haust að verði gerðar breytingar á þeirri verðskrá sauðfjárinnleggs sem kynnt var fyrir sláturtíðina 2017 þá munu þær breytingar byggjast á aðstæðum sem hafa raungerst – þ.e. við munum ekki gera breytingar á verðskránni vegna væntinga um að aðstæður verði betri heldur en óttast er, heldur vegna þess að aðstæður hafa í raun verið betri en það sem óttast var,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Uppfært verð fyrir það innlegg sem þegar er selt
 
Hann segir að þegar ákvörðun var tekin um verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg síðasta haust hafi legið fyrir að ef afurðasala yrði betri en menn þá óttuðust yrði verðskrá endurskoðuð í því ljósi.  „Það hefur líka legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma,“ segir Ágúst Torfi.
 
Endurskoðað aftur síðsumars og í haust
 
Norðlenska greiddi sauðfjárbændum leiðréttingu á verð í febrúar, sem nam 3% ofan á allt innlegg haustsins 2017. Við endurskoðun á verðskrá í liðnum mánuði var svigrúm til hækkunar upp á 2,3% vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Næsta endurskoðun verður að áliðnu sumri og fjórða og síðasta endurskoðun verðskrár verður í haust, október nóvember eða þegar allt kjöt ársins 2017 hefur verið selt. 
Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...