Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni
Mynd / Neytendasamtökin
Fréttir 21. febrúar 2017

Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni

Höfundur: smh
Neytendasamtökin kynntu fyrir skömmu nýtt app, eða smáforrit, fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem er ætlað að safna og miðla upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Smáforritið heitir Neytandinn og á að gefa notendum betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins, efla verðvitund og stuðla að aukinni samkeppni verslana. 
 
Gögnum er safnað af innkaupastrimlum notenda sem taka mynd af honum í gegnum forritið. Það myndgreinir strimilinn og les af þeim nafn verslunar, tímasetningu og vöruverð. 
 
Fyrst um sinn verður aðeins unnið úr strimlum frá íslenskum dagvöruverslunum. Hver og einn getur skoðað gögnin á vefsvæðinu Neytandinn.is. Þar er hægt að gera verðsamanburð og leita að einstökum vörum auk þess sem notendur geta haldið utan um eigin innkaup í gegnum forritið, enda geymir það myndir og upplýsingar af öllum strimlum sem hver neytandi setur inn.
 
Neytandinn er til bæði fyrir iPhone og Android og er hægt að nálgast appið í gegnum App Store og Google Play. Það er ókeypis og ekki er greitt fyrir aðgang að eigin upplýsingum né grunnverðlagsupplýsingum. 

Skylt efni: neytendamál | verðlagsmál

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.