Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni
Mynd / Neytendasamtökin
Fréttir 21. febrúar 2017

Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni

Höfundur: smh
Neytendasamtökin kynntu fyrir skömmu nýtt app, eða smáforrit, fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem er ætlað að safna og miðla upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Smáforritið heitir Neytandinn og á að gefa notendum betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins, efla verðvitund og stuðla að aukinni samkeppni verslana. 
 
Gögnum er safnað af innkaupastrimlum notenda sem taka mynd af honum í gegnum forritið. Það myndgreinir strimilinn og les af þeim nafn verslunar, tímasetningu og vöruverð. 
 
Fyrst um sinn verður aðeins unnið úr strimlum frá íslenskum dagvöruverslunum. Hver og einn getur skoðað gögnin á vefsvæðinu Neytandinn.is. Þar er hægt að gera verðsamanburð og leita að einstökum vörum auk þess sem notendur geta haldið utan um eigin innkaup í gegnum forritið, enda geymir það myndir og upplýsingar af öllum strimlum sem hver neytandi setur inn.
 
Neytandinn er til bæði fyrir iPhone og Android og er hægt að nálgast appið í gegnum App Store og Google Play. Það er ókeypis og ekki er greitt fyrir aðgang að eigin upplýsingum né grunnverðlagsupplýsingum. 

Skylt efni: neytendamál | verðlagsmál

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f