Kristján Oddsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna á Neðra-Hálsi ásamt Helga Rafni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Biobús, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.
Kristján Oddsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna á Neðra-Hálsi ásamt Helga Rafni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Biobús, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.
Fréttir 16. október 2025

Neðri-Háls í Kjós og Biobú hlutu viðurkenningu

Höfundur: Þröstur Helgason

Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf á Neðra-Hálsi í Kjós og Biobú ehf. hlutu viðurkenningu atvinnuvegaráðherra fyrir framúrskarandi árangur í lífrænni framleiðslu. Viðurkenningin var afhent í fyrsta skipti á lífræna deginum 20. september sl.

„Á Neðra-Hálsi í Kjós hafa þau Kristján og Dóra byggt upp lífræna mjólkurframleiðslu af miklum metnaði og trú á að hægt sé að framleiða hágæða matvæli á sjálfbæran hátt í sátt við náttúruna. Þau eru jafnframt stofnendur Biobús, fyrirtækis sem margir neytendur þekkja í dag fyrir fjölbreytt úrval lífrænna mjólkurvara. Þótti því við hæfi að heiðra bæði hjónin og fyrirtækið með þessari viðurkenningu,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Enn fremur segir: „Kristján og Dóra hafa allt frá upphafi verið í fararbroddi lífræns landbúnaðar á Íslandi. Fyrst sem bændur að stíga ótroðnar slóðir í lífrænni mjólkurframleiðslu og síðar með því að koma lífrænum mjólkurvörum á markað sem hafa fengið góðar viðtökur. Með krafti sínum hafa þau skapað verðmæti og störf, en jafnframt hvatt aðra til að taka þátt í þróun lífrænnar framleiðslu hér á landi.“

Hjónin stofnuðu Biobú ehf. í júlí 2002. Biobú er fyrsta mjólkurvinnslan á Íslandi sem sérhæfir sig í framleiðslu lífrænna mjólkurvara og fer öll framleiðsla fyrirtækisins fram samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Biobú hóf sölu á lífrænni jógúrt 3. júní 2003 og hefur síðan bætt við vöruúrvalið hjá sér.

Atvinnuvegaráðuneytið óskaði eftir tilnefningum til verðlaunanna og komu til greina einstaklingar, fyrirtæki og félög sem þykja hafa skarað fram úr á sviði framleiðslu, nýsköpunar, vöruþróunar, markaðssetningar og sölu eða kynningar á lífrænum vörum. Afhending viðurkenningarinnar er hluti af aðgerðaáætlun til eflingar lífrænni framleiðslu.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f