Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu.
Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu.
Mynd / BBL
Skoðun 4. apríl 2017

Nauðsynlegt að bregðast við

Höfundur: Gunnar Þórisson

Fyrir rúmum 30 árum var Landssamband sauðfjárbænda (LS) stofnað vegna offramleiðslu á kindakjöti miðað við að ekki var sölumöguleiki innanlands á því öllu. Hvað þá að verðið á útflutningnum væri ásættanlegt. Framleiðendur komust að samkomulagi um að takmarka framleiðsluna við rúma innanlandsneyslu.

Þetta var ekki átakalaust og gekk nokkuð nærri sumum. Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu. Þetta var augljóst í fyrra og jafnvel fyrr þegar sláturleyfishafar skertu verð á innleggi um ca 10%.  Miðað við þær birgðir sem til voru haustið 2016 af framleiðslu 2015 og framleiðsla ársins 2016 undir sláturtíðarlok, hefðu þeir sem besta aðstöðu höfðu og aðgang að öllum magntölum og markaðshorfum erlendis átt að hvetja sauðfjárbændur til að draga úr framleiðslu. Þessa aðstöðu hafði stjórn LS.

Reynsla undanfarinna margra ára sýnir að kjöt selst ekki í stórum stíl á viðunandi verði (t.d. 2000 tonn).
Starfsmaður LS hefur verið að kynna lambakjötið og orðið töluvert ágengt eins og í Japan, 1.000 tonn á nokkrum árum. Í dag eru miklar líkur á að það verði aðeins staðgreidd 70% af innlögðu kjöti haust 2017 og afgangurinn verði tekinn í umboðssölu með greiðslu jafnvel ekki fyrr en haustið 2018. Það mun ganga nærri mörgum að verða fyrir 25% til 30% tekjuskerðingu á þeim tíma sem allar stærstu greiðslur eru miðaðar við fljótlega eftir innlögn afurða, bæði hjá bönkum og öðrum viðskiptaaðilum.
Þetta mál verður vonandi tekið fyrir á aðalfundi LS nú í lok mars.

Vegna reynslu minnar af vandræðunum kringum 1980 get ég ekki orða bundist.

16/3.  2017 
Gunnar Þórisson.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...