Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Námskeið í ullarþæfingu
Fréttir 29. október 2015

Námskeið í ullarþæfingu

Hjónin Karoliina Arvilommi og Roderick Welch voru stödd hér á landi í byrjun september og kenndu þá blautþæfingu á ull. Var haldið námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum sem rekin er af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands við Nethyl í Reykjavík. 
 
Nemendur voru afskaplega ánægðir með námskeiðið og hefur því verið ákveðið að bjóða upp á annað helgarnámskeið 30. október til 1. nóvember. Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga á heimasíðunni www.heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500. Í tilefni af veru Karoliinu og Rodericks hér á landi er sýning á verkum Karoliinu í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík. Sýningin stendur til sunnudagsins 25. október. 
 
Karoliina er finnsk textíllistakona sem vinnur þæfð myndverk sem vakið hafa athygli víða um lönd og eiginmaður hennar, Roderick, er samverkamaður hennar í ullinni.
 
Í Finnlandi er „Finnwool“ skrásett vörumerki. Sú ull er sumarrúning af finnskum kindum af mismunandi stofnum, til að mynda Texel og Oxfor/Sout Down, auk þess að vera blönduð með ull frá Englandi. Þessi ull hentar ekki til þæfingar og hafa Karoliina og Roderick því valið að safna sjálf reifum af fjárstofninum Kainuunjarmas sem telst vera sjaldgæf tegund í Finnlandi en aðeins eru um 1.800 ær í stofninum. Þau fá ullina hjá bændum með lífrænt vottaða framleiðslu, þvo sjálf ullina og lita með umhverfisvænum litum (OEKO-TEX Standard 100). Ullina kemba þau í yfir hundrað ára gamalli kembivél frá þýska framleiðandanum C.E. Schwalbe. Þau leggja mikla áherslu á rekjanleika og umhverfisvæn efni og nota til að mynda vatnsleysanlega repjuolíu til afrafmögnunar. Ullina notar Karoliina í eigin verk auk þess sem hjónin kenna blautþæfingu á námskeiðum um allan heim. Á þessum námskeiðum nota þau eigin ull og kenna aðferðir sem Karoliina hefur þróað.

3 myndir:

Skylt efni: Ullarþæfing

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...