Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Námskeið í ullarþæfingu
Fréttir 29. október 2015

Námskeið í ullarþæfingu

Hjónin Karoliina Arvilommi og Roderick Welch voru stödd hér á landi í byrjun september og kenndu þá blautþæfingu á ull. Var haldið námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum sem rekin er af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands við Nethyl í Reykjavík. 
 
Nemendur voru afskaplega ánægðir með námskeiðið og hefur því verið ákveðið að bjóða upp á annað helgarnámskeið 30. október til 1. nóvember. Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga á heimasíðunni www.heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500. Í tilefni af veru Karoliinu og Rodericks hér á landi er sýning á verkum Karoliinu í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík. Sýningin stendur til sunnudagsins 25. október. 
 
Karoliina er finnsk textíllistakona sem vinnur þæfð myndverk sem vakið hafa athygli víða um lönd og eiginmaður hennar, Roderick, er samverkamaður hennar í ullinni.
 
Í Finnlandi er „Finnwool“ skrásett vörumerki. Sú ull er sumarrúning af finnskum kindum af mismunandi stofnum, til að mynda Texel og Oxfor/Sout Down, auk þess að vera blönduð með ull frá Englandi. Þessi ull hentar ekki til þæfingar og hafa Karoliina og Roderick því valið að safna sjálf reifum af fjárstofninum Kainuunjarmas sem telst vera sjaldgæf tegund í Finnlandi en aðeins eru um 1.800 ær í stofninum. Þau fá ullina hjá bændum með lífrænt vottaða framleiðslu, þvo sjálf ullina og lita með umhverfisvænum litum (OEKO-TEX Standard 100). Ullina kemba þau í yfir hundrað ára gamalli kembivél frá þýska framleiðandanum C.E. Schwalbe. Þau leggja mikla áherslu á rekjanleika og umhverfisvæn efni og nota til að mynda vatnsleysanlega repjuolíu til afrafmögnunar. Ullina notar Karoliina í eigin verk auk þess sem hjónin kenna blautþæfingu á námskeiðum um allan heim. Á þessum námskeiðum nota þau eigin ull og kenna aðferðir sem Karoliina hefur þróað.

3 myndir:

Skylt efni: Ullarþæfing

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...