Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 14. mars 2018

Nær auknum virðisauka með framleiðslu á bjúgum og öðru góðgæti úr ærkjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kristín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, skammt austan við Akranes, segist vera búin að fikta við fullvinnslu sauðfjárafurða í nokkur ár. Hún var að kynna afurðir sínar í Matarmarkaði Búsins í Hörpu á dögunum ásamt Láru Ottesen þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði. 
 
Kristín segist hafa nýtt sér leyfisvarða aðstöðu utan búsins til framleiðslunnar en sé nú að koma sér upp aðstöðu heima fyrir. 
 
Eingöngu afurðir af eigin býli
 
„Hér er ég eingöngu með afurðir af okkar býli. Þar er ég aðallega með kofareykt sveitabjúgu, tvíreykt hangikjöt og grafinn ærvöðva. Svo er ég aðeins að fikta við að vinna úr lambakjöti, en hingað til hef ég eingöngu verið með ærkjöt.“
 
Hún segir að hugsunin hafi verið sú að ná meiri verðmætum út úr ærkjötinu en þau fái hún í gegnum skilaverð frá sláturhúsunum sem er mjög lágt. Segir hún ærkjötið líka henta mun betur í ýmsa framleiðslu en lambakjötið og það hafi komið mjög vel út. Hún segist ekki skilja hvernig hægt sé að klúðra markaðssetningu á þessu kjöti.
 
Ærkjötið er frábært
 
„Þetta er frábært hráefni og ekkert er betra en ærkjöt í bjúgu. Geymsluþolið er þó kannski ekki eins mikið.“
 
Kristín segir að útlendingar séu svolítið að kaupa þessar afurðir úr ærkjöti þótt þeir fitji jafnvel upp á nefið þegar minnst er á lambakjöt. Hún hafi því alveg hætt að minnast á lambakjöt þegar hún spjallar við ferðamenn og tali þess í stað bara um kindakjöt. 
 
„Annars er þetta mín handavinna og ég er ekki farin að prjóna ennþá,“ segir sauðfjárbóndinn Kristín Ármannsdóttir. 
Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...