Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 14. mars 2018

Nær auknum virðisauka með framleiðslu á bjúgum og öðru góðgæti úr ærkjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kristín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, skammt austan við Akranes, segist vera búin að fikta við fullvinnslu sauðfjárafurða í nokkur ár. Hún var að kynna afurðir sínar í Matarmarkaði Búsins í Hörpu á dögunum ásamt Láru Ottesen þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði. 
 
Kristín segist hafa nýtt sér leyfisvarða aðstöðu utan búsins til framleiðslunnar en sé nú að koma sér upp aðstöðu heima fyrir. 
 
Eingöngu afurðir af eigin býli
 
„Hér er ég eingöngu með afurðir af okkar býli. Þar er ég aðallega með kofareykt sveitabjúgu, tvíreykt hangikjöt og grafinn ærvöðva. Svo er ég aðeins að fikta við að vinna úr lambakjöti, en hingað til hef ég eingöngu verið með ærkjöt.“
 
Hún segir að hugsunin hafi verið sú að ná meiri verðmætum út úr ærkjötinu en þau fái hún í gegnum skilaverð frá sláturhúsunum sem er mjög lágt. Segir hún ærkjötið líka henta mun betur í ýmsa framleiðslu en lambakjötið og það hafi komið mjög vel út. Hún segist ekki skilja hvernig hægt sé að klúðra markaðssetningu á þessu kjöti.
 
Ærkjötið er frábært
 
„Þetta er frábært hráefni og ekkert er betra en ærkjöt í bjúgu. Geymsluþolið er þó kannski ekki eins mikið.“
 
Kristín segir að útlendingar séu svolítið að kaupa þessar afurðir úr ærkjöti þótt þeir fitji jafnvel upp á nefið þegar minnst er á lambakjöt. Hún hafi því alveg hætt að minnast á lambakjöt þegar hún spjallar við ferðamenn og tali þess í stað bara um kindakjöt. 
 
„Annars er þetta mín handavinna og ég er ekki farin að prjóna ennþá,“ segir sauðfjárbóndinn Kristín Ármannsdóttir. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...