Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Krístín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, og Lára Ottesen.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 14. mars 2018

Nær auknum virðisauka með framleiðslu á bjúgum og öðru góðgæti úr ærkjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kristín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, skammt austan við Akranes, segist vera búin að fikta við fullvinnslu sauðfjárafurða í nokkur ár. Hún var að kynna afurðir sínar í Matarmarkaði Búsins í Hörpu á dögunum ásamt Láru Ottesen þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði. 
 
Kristín segist hafa nýtt sér leyfisvarða aðstöðu utan búsins til framleiðslunnar en sé nú að koma sér upp aðstöðu heima fyrir. 
 
Eingöngu afurðir af eigin býli
 
„Hér er ég eingöngu með afurðir af okkar býli. Þar er ég aðallega með kofareykt sveitabjúgu, tvíreykt hangikjöt og grafinn ærvöðva. Svo er ég aðeins að fikta við að vinna úr lambakjöti, en hingað til hef ég eingöngu verið með ærkjöt.“
 
Hún segir að hugsunin hafi verið sú að ná meiri verðmætum út úr ærkjötinu en þau fái hún í gegnum skilaverð frá sláturhúsunum sem er mjög lágt. Segir hún ærkjötið líka henta mun betur í ýmsa framleiðslu en lambakjötið og það hafi komið mjög vel út. Hún segist ekki skilja hvernig hægt sé að klúðra markaðssetningu á þessu kjöti.
 
Ærkjötið er frábært
 
„Þetta er frábært hráefni og ekkert er betra en ærkjöt í bjúgu. Geymsluþolið er þó kannski ekki eins mikið.“
 
Kristín segir að útlendingar séu svolítið að kaupa þessar afurðir úr ærkjöti þótt þeir fitji jafnvel upp á nefið þegar minnst er á lambakjöt. Hún hafi því alveg hætt að minnast á lambakjöt þegar hún spjallar við ferðamenn og tali þess í stað bara um kindakjöt. 
 
„Annars er þetta mín handavinna og ég er ekki farin að prjóna ennþá,“ segir sauðfjárbóndinn Kristín Ármannsdóttir. 
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...