Peder Tuborgh, forstjóri Arla, telur að samruninn við DMK muni skila margvíslegum ávinningi fyrir bændurna sem eiga félögin.
Peder Tuborgh, forstjóri Arla, telur að samruninn við DMK muni skila margvíslegum ávinningi fyrir bændurna sem eiga félögin.
Mynd / Arla
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Höfundur: Þröstur Helgason

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að með fyrirhuguðum samruna þess við þýska mjólkursamlagið DMK Group muni félögin ná sterkri stöðu á mörkuðum í Evrópu og á heimsvísu, þar sem vöruframboð hjá öðru fyrirtækinu muni bæta framboðið hjá hinu upp.

Félögin bíða samþykkis frá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins. „Við gerum ráð fyrir að málsmeðferðinni ljúki vorið 2026,“ segir Tuborgh en hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort félögin geri ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld ESB geri athugasemdir eða setji samrunanum skilyrði, „en við treystum því að yfirvöld fari í gegnum málið á vandaðan og sanngjarnan hátt“.

Sameinaðir kraftar

Tuborgh telur engan vafa leika á því að samruninn muni styrkja Arla Foods og DMK Group verulega í viðskiptalegu tilliti með aukinni markaðshlutdeild og öflugra vöruframboði. „Með því að sameina auðlindir okkar og sérþekkingu mun sameinað félag ná sterkri stöðu á mörkuðum í Evrópu og á heimsvísu, þar sem vöruframboð hjá öðru fyrirtækinu mun bæta framboðið hjá hinu upp. Sameinuð munu fyrirtækin styrkja vöruframboð sitt með sterkri stöðu í nokkrum mjólkurvöruflokkum, þar á meðal smjöri, mjólkurdrykkjum, rjómaosti, gulum osti og mysuafurðum. Enn fremur mun sameinað samvinnufélag tryggja stöðugleika, fæðuöryggi og færa heiminum enn fleiri næringarríkar vörur.“

Tuborgh telur að samruninn muni skila margvíslegum ávinningi fyrir bændurna sem eiga félögin.

„Samvinna af þessu tagi býður upp á margvíslegan ávinning sem við teljum að muni auka verðmæti mjólkur fyrir bændur, meðal annars með auknu markaðsumfangi, öflugra vöruframboði, meiri fjárfestinga- og nýsköpunargetu og stöðugri rekstri. Við væntum þess að samruninn muni skapa samlegðaráhrif sem komi bændum beggja aðila til góða og tryggi sterkari grunn til að bjóða samkeppnishæft mjólkurverð í framtíðinni.“

Fjölbreyttara vöruframboð

En hvað um neytendur? Hvað mun þetta þýða fyrir þá? Er búist við því að verð á mjólkurvörum lækki, eða að vörufjölbreytni og nýsköpun aukist?

„Vöruframboð fyrirtækjanna tveggja styðja hvort annað,“ segir Tuborgh, „og ef samruninn verður samþykktur geta neytendur hlakkað til að njóta enn fjölbreyttara úrvals bragðgóðra og næringarríkra mjólkurvara. Bæði fyrirtækin búa yfir sérþekkingu og nýsköpunarmætti á þeim sviðum þar sem þau hafa sterka markaðsstöðu, og með sameiningu getum við nýtt þessa styrkleika til hins ýtrasta – neytendum til hagsbóta.“

Tuborgh segir að almennt hafi fréttum af samrunanum verið tekið vel. „Tilkynningin um áform okkar um samruna hefur vakið jákvæð viðbrögð, bæði meðal bændanna, sem eru eigendur okkar, viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum sem hafa áhuga á starfsemi Arla. Það kom einnig skýrt fram þegar stjórnir fulltrúaráða hinna þriggja samvinnufélaga (Arla og tveggja hluta DMK Group) greiddu atkvæði um tillöguna – allar þrjár samþykktu hana með afgerandi meirihluta.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...