Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mun mögulega skerða tekjur bænda um 0,5 til 16%
Mynd / smh
Fréttir 1. febrúar 2016

Mun mögulega skerða tekjur bænda um 0,5 til 16%

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vífill Karlsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur gert mat á áhrifum nýgerðra tollasamninga Íslands við Evrópusambandið á afkomu íslenskra bænda. Samkvæmt úttektinni mun þetta að meðaltali geta valdið allt að 16% tekjulækkun hjá íslenskum bændum.

Skrifað var undir samningsdrögin 17. september 2015. Samningurinn eykur innflutningskvóta á kjöti, unnum kjötvörum og ostum verulega frá því sem verið hefur. Kvótarnir eru að aukast um 180–400% og fer það eftir kjöttegundum. Er þessi aukning reyndar meiri ef unnar kjötvörur væru reiknaðar niður á kjöttegund. Þar verður langmesta aukningin á kvóta. Var kvótinn 150 tonn en verð- ur samkvæmt tollasamningnum 750 tonn. Er það 400% aukning.

Vífill Karlsson segir þó í úttekt sinni fyrir BÍ að það sé ekki hægt að reikna áhrifin á unnu kjötvörurnar þarna inn í vegna skorts á fyrirliggjandi upplýsingum um skiptingu á milli tegunda. Hins vegar var innflutningur nokkuð meiri en heildarkvótar árið 2014 og var svo einnig á nýliðnu ári. Tollfrjálsir kvótar vegna innflutnings á nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti aukast einnig verulega. Talið er að neikvæð áhrif þess verði einna mest í svína- og alifuglaræktinni.

Veruleg kostnaðaraukning vegna nýrrar aðbúnaðarreglugerðar

Auk neikvæðra tekjuáhrifa af niðurfellingu tolla þurfa bændur nú að takast á við verulegan kostnað- arauka vegna nýrrar aðbúnaðarreglugerðar er varðar dýravelferð. Þar er þó gefinn aðlögunartími, misjafnlega langur eftir greinum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur metið að sá kostnaður í svínaræktinni geti numið allt að 2,7 milljörðum króna.

Þar til viðbótar er reiknað með framleiðslutapi vegna breytinga sem geti numið allt að 700 milljónum króna.

Í eggjaframleiðslunni áætlar RML að leggja þurfi út í kostnað sem nemur allt að 1,8 milljörðum króna. Í kjúklingaræktinni gerir reglugerðin ráð fyrir auknu rými fyrir fuglana. Það þýðir, miðað við núverandi húsakost, að fækka verður fuglum um 25%. Á árinu 2014 voru framleidd 8.000 tonn af kjúklingakjöti á Íslandi. Innleiðing reglugerðarinnar þýðir þá að það vantar húspláss fyrir framleiðslu á 2.000 kjúklingum til að framleiðslan haldist óbreytt. Því þarf að ráðast í nýbyggingar upp á 1,3 til 2 milljarða króna bara til að halda í horfinu, eða að sætta sig við tekjutap upp á 1,2 milljarða króna á ári.

RML hefur einnig metið kostnaðarauka vegna hýsingar á hrossum og stækkunar á stíum. Þetta þýðir viðbótarkostnað fyrir hrossabændur upp á nærri 530 milljónir króna. 

Skylt efni: tollamál

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...