Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mótun landbúnaðarstefnu
Mynd / HKr.
Fréttir 24. september 2020

Mótun landbúnaðarstefnu

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Nú hefur ráðherra landbúnaðarmála sett saman starfshóp sem vinna á úr fyrirliggjandi gögnum landbúnaðarstefnu fyrir íslenska þjóð. Í hópnum sitja Björn Bjarnason og Hlédís Sveinsdóttir og með þeim starfa Sigurgeir Þorgeirsson og Bryndís Eiríksdóttir. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir:

„Mótun landbúnaðarstefnu er samvinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs. Verkefnisstjórn mun efna til funda með bændum og öðrum hagaðilum í því skyni að virkja þá til þátttöku í stefnumótuninni. Fyrir milligöngu ráðuneytisins verður stofnað til samráðs við þingflokka. Samráð verður haft við fulltrúa Bændasamtaka Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands og þeim gefinn kostur á að fylgjast með framvindu verksins á vinnslustigi.“

Meginþættir við mótun landbúnaðarstefnu

Samkvæmt skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar skal við mótun landbúnaðarstefnu litið til eftirfarandi meginþátta:

  • Með öflugum landbúnaði verði Ísland leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum – sérstaklega verði hugað að fæðu- og matvælaöryggi og samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum í sátt við umhverfi og samfélag.
  • Tryggð verði byggðafesta með nýtingu tækifæra í krafti nýsköpunar og vöruþróunar sem taki mið af grænum lausnum, matarmenningu og sjálfbærni.
  • Menntun, rannsóknir og þróun mótist af hæfilegri samþættingu fræðilegra viðfangsefna og ráðgjafar í þágu þeirra sem stunda landbúnað og vinnslu landbúnaðarafurða.
  • Með hvötum og stuðningi verði dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að verndun, endurheimt og nýtingu landvistkerfa í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2016.

Gert er ráð fyrir að tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021.

Sjónarmið verslunar og neytenda

Við sem bændur verðum nú að hafa hraðar hendur og vinna þessa stefnu á þeim grunni sem bændum hugnast, en eins og kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu verður haft samráð við Bændasamtök Íslands. Við höfum kallað eftir tillögum frá búgreinafélögum hvernig viðkomandi einingar sjá fyrir sér slíka stefnu. Skiladagur á þeim tillögum var til 15. þessa mánaðar og er það í höndum vinnuhóps Bændasamtakanna að koma með fyrstu drög að stefnu sem við sem bændur getum staðið að.

Nauðsynlegt er að kalla fram sjónarmið verslunar og neytenda um það hvernig við sjáum landbúnað til framtíðar, því þessi stefna þarf að vera í sátt við þá sem neyta og þá sem sýsla með okkar vöru.

Við höfum kallað eftir landbúnaðarstefnu fyrir íslenska þjóð, hvert skuli stefna og hverjar eiga að vera áherslur með slíkri stefnu. Þarna þarf að koma fram framtíðarstefna sem tekur á framleiðslu og stuðningi ríkisins en ekki síður tollaumhverfi til framtíðar svo framleiðendur geti haft skýra sýn á framtíðina.

Aukum íslenska framleiðslu

Mikið hefur verið rætt um afurðaverð til bænda á undanförnum vikum. Það sem við sjáum raungerast er að nýtt kerfi í úthlutun tollkvóta er að þeir fara lækkandi og samhliða því lækkar afurðaverð til bænda. Þetta mál er aðkallandi að ræða við ráðherra landbúnaðarmála hvernig þetta muni þróast, því eins og fram kemur í samningnum sem gerður var við ESB árið 2016 þá var forsenda aukins tollkvóta fjölgun ferðamanna. Eins og staðan er í dag þá hafa þessir tollkvótar gríðarleg áhrif inn á markaðinn þegar neytendum fækkar eins og raun ber vitni. En samkvæmt könnun á þróun matarverðs til neytenda þá hefur hún bara hækkað. Hvað veldur, er erfitt að átta sig á.

Það er mjög gaman að fylgjast með garðyrkjubændum hvað þeir eru ákveðnir í að auka við íslenska framleiðslu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þegar þessar nýju byggingar komast í framleiðslu og hver þróun verður á hlutfalli innlendrar framleiðslu á móti innfluttu því tækifærin eru mikil með okkar hreina vatni og sterkri stöðu íslensks grænmetis.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...