Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mögulega slakað á skilyrðum um innflutning á heyi til Noregs
Mynd / ÁÞ
Fréttir 8. ágúst 2018

Mögulega slakað á skilyrðum um innflutning á heyi til Noregs

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Töluverð umræða hefur verið um það meðal bænda og í fréttum að Matvælastofnun (Mast) geri strangari kröfur til útflutnings á heyi en Norðmenn gera til innflutnings. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun setur stofnunin engar reglur um útflutning á heyi og engin skilyrði til slíks útflutnings.

Hjalti Andrason, fræðslustjóri Mast, segir að öll skilyrði séu sett af innflutningslandi eins og er almennt með heilbrigðisvottorð, í þessu tilviki af norskum stjórnvöldum.

„Norsk stjórnvöld krefjast heilbrigðisvottorðs sem gefið er út af Matvælastofnun og stjórna þau innihaldi vottorðsins,“ segir Hjalti.

Í vottorðinu þarf að staðfesta eftirfarandi að kröfu Norðmanna: „The hay/straw product(s) described above has(ve) been harvested from a region where there are no restrictions due to contagious animal disease.“ Á íslensku útleggst það sem: „Heyið sem lýst er að ofan er slegið á svæði þar sem eru engar kvaðir vegna smitandi dýrasjúkdóma“.

Af þessari ástæðu getur Matvælastofnun ekki skrifað undir heilbrigðisvottorð fyrir hey úr varnarhólfum þar sem riða hefur greinst á síðustu 20 árum. Á þeim svæðum ríkja höft vegna smitsjúkdóma í dýrum.

„Það er rétt að taka fram að þessar kröfur lágu ekki fyrir fyrr en í lok júlí. Það verður þar af leiðandi ekki séð að tafir á útflutningi séu af völdum Matvælastofnunar en útgáfa heilbrigðisvottorða samkvæmt skilyrðum Norðmanna hófst í byrjun ágúst,“ segir Hjalti.

Unnið að breytingum

Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að þrýstingur sé á norsku matvælastofnunina, Mattilsynet, að breyta orðalagi í heilbrigðisvottorði á þá vegu að í stað þess að banna innflutning frá ákveðnum svæðum á Íslandi verði einstaka bæir skilgreindir sérstaklega þar sem bannað er að kaupa hey. Þá gildi reglan um að minnst 10 ár séu frá því að riða eða garnaveiki greindist á bænum.

Hjalti Andrason staðfestir, í samtali við Bændablaðið, að Norðmenn séu nú að endurskoða þetta ákvæði á vottorðinu að beiðni Matvælastofnunar en á meðan krafan stendur óbreytt af þeirra hálfu þá getur Matvælastofnun ekki gefið út heilbrigðisvottorð fyrir útflutningi á heyi frá sýktum varnarhólfum til Noregs.  

Skylt efni: heyskapur | heysala | Noregur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...