Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mögulega skortur á hrognum
Fréttir 30. maí 2018

Mögulega skortur á hrognum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svo gæti farið að skortur verði á grásleppuhrognum á þessu ári, þar sem margt bendir til þess að ekki takist að veiða það magn sem markaðurinn kallar eftir.

Í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda segir að komið hafi bakslag í grásleppuveiðar við Grænland og að veiðar í maí hafi gengið illa og því allt útlit fyrir minni heildarafla en gert var ráð fyrir. Í Noregi hafa veiðar hins vegar gengið mun betur en undanfarin ár sem hafa verið afspyrnuléleg.

Aflinn hér er kominn yfir 3.000 tonn, sem er 15–16% meira en á sama tíma í fyrra. Búast má við að vertíðin skili 9 til 10 þúsund tunnum, en ráðgjöf Hafró jafngildir rúmum 10 þúsund tunnum, eða 5.487 tonnum af grásleppu.

Skylt efni: veiðar | Grásleppa | hrogn

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...