Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Grískir mjólkurbændur mótmæla lágu mjókurverði.
Grískir mjólkurbændur mótmæla lágu mjókurverði.
Fréttir 1. september 2016

Mjólkurkrísa ESB

Höfundur: Torfi Jóhannesson

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum, sem fylgjast með landbúnaðarmálum að mikil krísa hefur verið í evrópskum mjólkuriðnaði síðustu misserin. Ástæðan er mjög lágt verð til bænda, sem hefur hrakið fjölda framleiðenda um alla álfuna í gjaldþrot eða greiðsluvandkvæði.

Ástæður þessa lága verðs eru að  mikilvægir markaðir í Kína og Rússlandi hafa dregist saman eða lokast á sama tíma og framleiðsla innan ESB hefur aukist vegna afnáms mjólkurkvóta.

Vegna þessarar stöðu hafa mörg lönd kallað eftir opinberum aðgerðum, til að draga úr framleiðslu eða liðka fyrir fjárhaglegri stöðu bænda. Þar sem svipuð staða gæti hæglega komið upp á Íslandi, verði núverandi framleiðslustýring í mjólkurframleiðslu afnumin, er gagnlegt að rýna í þær tillögur sem fram hafa verið settar.

Viðbrögð ESB

Fyrstu viðbrögð ESB voru að endurvekja gamalt tæki úr fyrri styrkjapökkum, sem er uppkaup á mjólkurdufti. Þetta gengur þannig fyrir sig að ESB býðst til að kaupa tiltekið magn af dufti á tilteknu verði með það fyrir augum að taka út af markaðnum þangað til jafnvægi er náð.

Þegar mest var, hafði sambandið keypt upp um það bil 2% af ársframleiðslu og notað til þess stórar upphæðir. Til að setja það í íslenskt samhengi þá myndi það kosta um 200–300 milljónir kr. að kaupa 2% af íslenskri framleiðslu á því opinbera verði sem verðlagsnefnd hefur sett. Kosturinn við þessa aðferð er að ekki eru sett höft á framleiðendur og þótt um stórar upphæðir sé að ræða, mun stór hluti kostnaðarins koma til baka aftur þegar duftið er selt. Gallinn er hins vegar að ef verðið er ásættanlegt fyrir bændur munu sumir þeirra einfaldlega nýta sér það rými sem þarna skapast til að auka framleiðsluna. Og ef verðið er ekki ásættanlegt – ja, þá er ávinningurinn ekki mikill.

Nú í sumar var stigið annað skref, sem var að reyna að draga úr framleiðslunni með beinum hætti. Um er að ræða valfrjálst kerfi en svo litlum fjármunum verður varið til þess að ljóst er að það mun engin áhrif hafa. Um er að ræða 150 m.eur,  sem samsvarar því að 20–30 milljónir kr. væru notaðar á Íslandi. Og kannski er það eins gott því það er fyrirsjáanlegt að jafnvel þótt margfalt hærri upphæð yrði notuð og verðið myndi raunverulega tosast upp, myndi afleiðingin verða sú að bændur í löndum eins og Írlandi, Hollandi og Danmörku myndu auka sína framleiðslu og keyra þannig verðið niður aftur.

Frakkar og fleiri þjóðir hafa lagt til að gengið verði enn lengra og að í staðinn fyrir frjálst kerfi verði öllum löndum gert að hefta eða draga úr framleiðslu. Engar líkur eru á að þær tillögur nái fram að ganga enda myndu þær í raun þýða afturhvarf til kvóta – bara tímabundins kvóta. Þannig fyrirkomulag, þar sem bændur geta átt á hættu að lenda inni í framleiðslutakmörkunum annað slagið dregur óhjákvæmilega úr lánstrausti og kemur sér illa fyrir bændur sem eru að hefja búskap eða stækka við sig.

Raunhæfustu tillögurnar um hvernig megi auðvelda bændum að takast á við sveiflur á mjólkurverði tengjast útfærslum á framvirkum samningum, afkomutryggingum eða lánum þar sem afborganir eru tengdar mjólkurverði. Þannig er ekki verið að skipta einni tegund kvótakerfis út fyrir aðra, heldur auka fyrirsjáanleika og stöðugleika markaðarins ásamt því að aðstoða bændur í gegnum tímabil með lágu verði.

Hvernig má hefta framleiðslu?

Það finnast dæmi frá bæði Írlandi og Sviss, þar sem tekist hefur að draga tímabundið úr framleiðslu með því að borgar bændum fyrir að framleiða minna (eða ekki meira). Á Írlandi var um að ræða afurðastöð sem gat ekki unnið úr allri þeirri mjólk sem hún var búin að gera samninga um. Þar var ákveðið að greiða 5% álag til þeirra bænda sem héldu sinni framleiðslu undir meðaltali viðmiðunarmánuða (sem voru þrír undangengnir mánuðir). Um var að ræða tímabundna ráðstöfun en hún gaf góða niðurstöðu. Í Sviss snerist dæmið um að draga úr framleiðslu til að hækka verð á innanlandsmarkaði. Þar var bændum borgað fyrir hvern lítra sem framleiðsla þeirra var minni en sömu mánaða árið á undan. Í báðum tilvikum voru ákvæði sem áttu að koma í veg fyrir að bændur sem hvort eð er voru að hætta, gætu fengið álagsgreiðslur.

Hvort fyrirkomulag af þessu tagi gæti komið að gagni á Íslandi, ef svo fer að framleiðsla eykst of hratt með tilheyrandi samdrætti í verði, skal ósagt látið. Án kvóta munu framleiðendur sem þola lágt verð (oftast þeir stærri) alltaf hafa tilhneigingu til að auka framleiðslu sína og þar með halda verðinu niðri. Eina leiðin til að milda þá þróun í frjálsu kerfi er væntanlega að búa svo um hnúta að ríkisstuðningur ráðist að verulegu leyti af öðrum þáttum en framleiðslumagni, þannig að þeir sem auka framleiðsluna hratt fái ekki sjálfkrafa ríkisstuðning til þess

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...