Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið
Mynd / HKr.
Fréttir 20. september 2019

Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið

Höfundur: smh
Afkoma æðarbænda er misjöfn eftir sumarið, en náttúruöflin ráða talsverðu um hvort æðarkollan komi yfirleitt í varp.
 
Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir að á sunnan- og vestanverðu landinu hafi dúntekja verið góð enda einmuna blíða í sumar og almennt hagstæð skilyrði. Æðarfugl var þó almennt seinni í varp en venjulega, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.  „Í mörgum vörpum rættist sem betur fer úr en sums staðar kom kollan ekki í  varp. Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. Tilgáta er um að það tengist síðbúinni loðnugöngu, en æðarbændur hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga fyrir búsvæði æðarfugla,“ segir Guðrún.
 
Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. 
 
Niðursveifla í útflutningi á æðardúni 
 
Að sögn Guðrúnar hefur æðardúnn alla tíð verið verðmæt útflutnings­vara en æðar­bændur séu alvanir sveiflum í fram­boði, eftirspurn og verði. „Ársmeðaltal útflutts æðardúns síðastliðna tvo áratugi er um 2,5 tonn. Lægst fór magnið árið 2007, eða í 1,4 tonn, og hvað mest árið 2000, eða 3,9 tonn. 
 
Magn útflutts æðardúns á síðustu tveimur árum hefur verið undir þessu meðaltali eftir nokkur ár vel yfir meðaltali. Þannig var útflutningur 2018 rétt undir 2 tonnum. Til samanburðar má nefna að árið 2016 nam magnið 3,4 tonnum og 2015 var það rétt um 3 tonn. Þá er meðalverð á kíló að sama skapi lægra. Engin ástæða er til að ætla annað en að verð muni hækka og eftirspurn aukast á nýjan leik,“ segir Guðrún Gauksdóttir. 
 
Óhreinsaður og hreinsaður dúnn á borði í Vigur. Mynd / HKr. 
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...