Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið
Mynd / HKr.
Fréttir 20. september 2019

Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið

Höfundur: smh
Afkoma æðarbænda er misjöfn eftir sumarið, en náttúruöflin ráða talsverðu um hvort æðarkollan komi yfirleitt í varp.
 
Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir að á sunnan- og vestanverðu landinu hafi dúntekja verið góð enda einmuna blíða í sumar og almennt hagstæð skilyrði. Æðarfugl var þó almennt seinni í varp en venjulega, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.  „Í mörgum vörpum rættist sem betur fer úr en sums staðar kom kollan ekki í  varp. Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. Tilgáta er um að það tengist síðbúinni loðnugöngu, en æðarbændur hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga fyrir búsvæði æðarfugla,“ segir Guðrún.
 
Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. 
 
Niðursveifla í útflutningi á æðardúni 
 
Að sögn Guðrúnar hefur æðardúnn alla tíð verið verðmæt útflutnings­vara en æðar­bændur séu alvanir sveiflum í fram­boði, eftirspurn og verði. „Ársmeðaltal útflutts æðardúns síðastliðna tvo áratugi er um 2,5 tonn. Lægst fór magnið árið 2007, eða í 1,4 tonn, og hvað mest árið 2000, eða 3,9 tonn. 
 
Magn útflutts æðardúns á síðustu tveimur árum hefur verið undir þessu meðaltali eftir nokkur ár vel yfir meðaltali. Þannig var útflutningur 2018 rétt undir 2 tonnum. Til samanburðar má nefna að árið 2016 nam magnið 3,4 tonnum og 2015 var það rétt um 3 tonn. Þá er meðalverð á kíló að sama skapi lægra. Engin ástæða er til að ætla annað en að verð muni hækka og eftirspurn aukast á nýjan leik,“ segir Guðrún Gauksdóttir. 
 
Óhreinsaður og hreinsaður dúnn á borði í Vigur. Mynd / HKr. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...