Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið
Mynd / HKr.
Fréttir 20. september 2019

Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið

Höfundur: smh
Afkoma æðarbænda er misjöfn eftir sumarið, en náttúruöflin ráða talsverðu um hvort æðarkollan komi yfirleitt í varp.
 
Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir að á sunnan- og vestanverðu landinu hafi dúntekja verið góð enda einmuna blíða í sumar og almennt hagstæð skilyrði. Æðarfugl var þó almennt seinni í varp en venjulega, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.  „Í mörgum vörpum rættist sem betur fer úr en sums staðar kom kollan ekki í  varp. Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. Tilgáta er um að það tengist síðbúinni loðnugöngu, en æðarbændur hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga fyrir búsvæði æðarfugla,“ segir Guðrún.
 
Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. 
 
Niðursveifla í útflutningi á æðardúni 
 
Að sögn Guðrúnar hefur æðardúnn alla tíð verið verðmæt útflutnings­vara en æðar­bændur séu alvanir sveiflum í fram­boði, eftirspurn og verði. „Ársmeðaltal útflutts æðardúns síðastliðna tvo áratugi er um 2,5 tonn. Lægst fór magnið árið 2007, eða í 1,4 tonn, og hvað mest árið 2000, eða 3,9 tonn. 
 
Magn útflutts æðardúns á síðustu tveimur árum hefur verið undir þessu meðaltali eftir nokkur ár vel yfir meðaltali. Þannig var útflutningur 2018 rétt undir 2 tonnum. Til samanburðar má nefna að árið 2016 nam magnið 3,4 tonnum og 2015 var það rétt um 3 tonn. Þá er meðalverð á kíló að sama skapi lægra. Engin ástæða er til að ætla annað en að verð muni hækka og eftirspurn aukast á nýjan leik,“ segir Guðrún Gauksdóttir. 
 
Óhreinsaður og hreinsaður dúnn á borði í Vigur. Mynd / HKr. 
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.