Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Minnsta vínframleiðsla í Evrópu í 36 ár
Fréttir 15. nóvember 2017

Minnsta vínframleiðsla í Evrópu í 36 ár

Höfundur: ehg / Nationen
Veðurskilyrði eins og haglél, þurrkar og ofsaveður, hafa komið hart niður á vínbændum í Evrópu þannig að framleiðslutölur hafa ekki verið lægri síðan 1981. Á sumum stöðum eru svæði svo illa útileikin að um einn þriðji af framleiðslunni er skemmd.
 
Evrópsku bændasamtökin Copa-Cogeca tilkynntu á dögunum að óveður í álfunni hafi minnkað uppskeru ársins um 14% frá því í fyrra. Þannig sé vínframleiðsla í Evrópu um 145 milljónir hektólítrar á þessu ári og hefur ekki verið minni í 36 ár. Tvö stærstu vínframleiðendalöndin, Frakkland og Ítalía, koma verst út eftir árið en í Frakklandi hefur framleiðslan minnkað um 18 prósent samanborið við árið 2016, og á Ítalíu er framleiðslan 26 prósentum minni en árið áður. Forsvarsmenn Copa-Cogeca árétta þó að víngæðin séu mjög há og góð þrátt fyrir veðurfarið, en að minna magn geti fært til verðaukningar. Vínframleiðsla í Evrópu er um 60 prósent af allri vínframleiðslu heimsins. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...