Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Á síðasta ári voru nýskráðar 127 nýjar dráttarvélar og 78 notaðar. Solis var vinsælasta vörumerkið.
Á síðasta ári voru nýskráðar 127 nýjar dráttarvélar og 78 notaðar. Solis var vinsælasta vörumerkið.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar á árinu 2024.

Í sama ökutækisflokki voru 610 ný bensínknúin farartæki sem má gera ráð fyrir að séu fjórhjól eða sérhæfðir vinnubílar. Þetta er smávægileg fækkun milli ára, en á árinu 2023 voru 152 nýjar dísilknúnar dráttarvélar fluttar til landsins. Í sama flokki voru 78 notaðar dísilknúnar dráttarvélar nýskráðar í fyrra, sem er fækkun um eina frá árinu 2023.

Flestar nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru af tegundinni Solis, eða 25 eintök. Þetta er indverskt vörumerki sem hefur náð góðum árangri í sölu smátraktora og verið söluhæst hér á landi frá árinu 2020. Þar á eftir kom finnska vörumerkið Valtra með fjórtán eintök nýskráð og hið alþjóðlega vörumerki Massey Ferguson með tólf traktora. Þegar kom að nýskráningu notaðra dráttarvéla var Massey Ferguson með stærstu markaðshlutdeild, eða nítján ökutæki skráð. Þar á eftir kom Fendt með sextán eintök og Case IH með níu eintök. Nánari tölfræði má sjá á meðfylgjandi töflum.

Skylt efni: dráttarvélar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...