Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Á síðasta ári voru nýskráðar 127 nýjar dráttarvélar og 78 notaðar. Solis var vinsælasta vörumerkið.
Á síðasta ári voru nýskráðar 127 nýjar dráttarvélar og 78 notaðar. Solis var vinsælasta vörumerkið.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar á árinu 2024.

Í sama ökutækisflokki voru 610 ný bensínknúin farartæki sem má gera ráð fyrir að séu fjórhjól eða sérhæfðir vinnubílar. Þetta er smávægileg fækkun milli ára, en á árinu 2023 voru 152 nýjar dísilknúnar dráttarvélar fluttar til landsins. Í sama flokki voru 78 notaðar dísilknúnar dráttarvélar nýskráðar í fyrra, sem er fækkun um eina frá árinu 2023.

Flestar nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru af tegundinni Solis, eða 25 eintök. Þetta er indverskt vörumerki sem hefur náð góðum árangri í sölu smátraktora og verið söluhæst hér á landi frá árinu 2020. Þar á eftir kom finnska vörumerkið Valtra með fjórtán eintök nýskráð og hið alþjóðlega vörumerki Massey Ferguson með tólf traktora. Þegar kom að nýskráningu notaðra dráttarvéla var Massey Ferguson með stærstu markaðshlutdeild, eða nítján ökutæki skráð. Þar á eftir kom Fendt með sextán eintök og Case IH með níu eintök. Nánari tölfræði má sjá á meðfylgjandi töflum.

Skylt efni: dráttarvélar

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f