Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Miltisbrandur drepur  kýr í Bretlandi
Fréttir 10. nóvember 2015

Miltisbrandur drepur kýr í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Dýra- og plöntuheilbrigðistofnun Bretlands hefur staðfest annað tilfelli þess að kýr drepist af miltisbrandi á Bretlandseyjum á þessu ári.

Grunur vaknaði um sjúkdóminn eftir að kýr drapst nærri Westbury í Wiltshire 27. október síðastliðinn. Var gripurinn úr sömu hjörð og önnur skeppna sem sýktist af miltisbrandi og drapst í í byrjun október.
Haft er eftir talsmanni Dýra- og plöntuheilbrigðistofnunarinnar (Health and Plant Agency - Apha), að þegar í stað hafi verið gerðar varúðarráðstafanir og fylgst væri vandlega með nautgripahjörðinni. Taldi hann því litla hættu á að þessi sjúkdómur bærist í menn.

Hættulegur smitsjúkdómur

Miltisbrandur, eða antrax, getur verið mjög hættulegur bæði dýrum og mönnum. Þetta er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis. Vegna þekktrar skaðsemi bakteríunnar og því hversu lengi hún lifir í umhverfinu hafa menn þróað vopn til að dreifa henni í efnahernaði. Hægt er í sumum tilfellum að lækna fólk sem smitast hefur ef brugðist er við nógu fljótlega eftir að smit á sér stað.

Miltisbrandur kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltisbrandsgróum. Enn eru engin dæmi um að sýkt fólk beri smit. Miltisbrandur finnst um allan heim, líka á Íslandi, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þótt hann geti borist í menn og fugla.

Sýkillinn getur myndað dvalargró. Gróin geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Við jarðrask á stöðum þar sem sýkt dýr voru urðuð geta gróin borist í menn og dýr. Gróin sem eru 2–6 míkron í þvermál geta sest á slímhúð í öndunarvegum manna og dýra. Við hagstæð skilyrði inni í hýsli vakna gróin af dvalanum og bakterían tekur að fjölga sér. Þekkt eru 89 afbrigði af miltisbrandi.

Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum frá Afríku. Miltisbrandur hefur á íslensku einnig verið nefndur miltisbruni, miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til. Miltisbrandur kom upp í Ölfusi 1965. Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þar er nú bannað að hreyfa við jarðvegi. 

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.