Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Miltisbrandur drepur  kýr í Bretlandi
Fréttir 10. nóvember 2015

Miltisbrandur drepur kýr í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Dýra- og plöntuheilbrigðistofnun Bretlands hefur staðfest annað tilfelli þess að kýr drepist af miltisbrandi á Bretlandseyjum á þessu ári.

Grunur vaknaði um sjúkdóminn eftir að kýr drapst nærri Westbury í Wiltshire 27. október síðastliðinn. Var gripurinn úr sömu hjörð og önnur skeppna sem sýktist af miltisbrandi og drapst í í byrjun október.
Haft er eftir talsmanni Dýra- og plöntuheilbrigðistofnunarinnar (Health and Plant Agency - Apha), að þegar í stað hafi verið gerðar varúðarráðstafanir og fylgst væri vandlega með nautgripahjörðinni. Taldi hann því litla hættu á að þessi sjúkdómur bærist í menn.

Hættulegur smitsjúkdómur

Miltisbrandur, eða antrax, getur verið mjög hættulegur bæði dýrum og mönnum. Þetta er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis. Vegna þekktrar skaðsemi bakteríunnar og því hversu lengi hún lifir í umhverfinu hafa menn þróað vopn til að dreifa henni í efnahernaði. Hægt er í sumum tilfellum að lækna fólk sem smitast hefur ef brugðist er við nógu fljótlega eftir að smit á sér stað.

Miltisbrandur kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltisbrandsgróum. Enn eru engin dæmi um að sýkt fólk beri smit. Miltisbrandur finnst um allan heim, líka á Íslandi, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þótt hann geti borist í menn og fugla.

Sýkillinn getur myndað dvalargró. Gróin geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Við jarðrask á stöðum þar sem sýkt dýr voru urðuð geta gróin borist í menn og dýr. Gróin sem eru 2–6 míkron í þvermál geta sest á slímhúð í öndunarvegum manna og dýra. Við hagstæð skilyrði inni í hýsli vakna gróin af dvalanum og bakterían tekur að fjölga sér. Þekkt eru 89 afbrigði af miltisbrandi.

Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum frá Afríku. Miltisbrandur hefur á íslensku einnig verið nefndur miltisbruni, miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til. Miltisbrandur kom upp í Ölfusi 1965. Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þar er nú bannað að hreyfa við jarðvegi. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...