Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Upp hefur komist um notkun á skordýraeitrinu fiprolin til að aflúsa hænur í eggjaframleiðslu í Hollandi. Notkun á efninu er stranglega bönnuð í matvælaframleiðslu.
Upp hefur komist um notkun á skordýraeitrinu fiprolin til að aflúsa hænur í eggjaframleiðslu í Hollandi. Notkun á efninu er stranglega bönnuð í matvælaframleiðslu.
Fréttir 4. ágúst 2017

Milljónir eggja fjarlægð úr hillum verslana í Evrópu vegna skordýraeiturs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu hafa látið kalla inn milljónir eggja úr verslunum.  Krafist er lögreglurannsókna eftir að mælingar sýndu hátt hlutfall skordýraeitursins fipronil í eggjum.

Verið er að innkalla margar milljónir eggja úr verslunum og vöruhúsum í Þýskalandi og Hollandi. Búið er að stöðva sölu á eggjum frá Hollandi í Belgíu eftir að í ljós kom að í eggjum frá sumum framleiðendum fannst hátt hlutfall af skordýraeitri. Eitrið sem um ræðir kallast fipronil og er notkun þess stranglega bönnuð í matvælaiðnaði.

Áætlað er að 2,9 milljón egg, smituð af fiprolin, hafi verið flutt til Þýskalands áður en innflutningur á eggjum til landsins frá Hollandi var stöðvaður 22. júlí síðastliðinn.

Samkvæmt frétt The Guardian er búið að loka tímabundið um 180 hollenskum kjúklingabúum og hefja á lögreglurannsókn á umfangi málsins. Litið er á notkun eitursins í matvælaiðnaði sem glæpsamlegt athæfi.

Fyrstu viðbrögð hollenska matvælaeftirlitsins vegna málsins hafa verið harðlega gagnrýnd. Í fyrstu gaf matvælaeftirlitið út yfirlýsingu þar sem sagt var að engin hætta væri á ferðum. Skömmu síðar kom önnur yfirlýsing þar sem neytendur voru varaðir við að borða egg þar til rannsókn málsins væri lokið.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir fiprolin mjög skaðlegt

Sýni sem tekin voru úr kjúklingadriti, blóði og eggjum sýndu mjög hátt hlutfall skordýraeitursins fiprolin á mörgum eggjabúum í Hollandi. Efnið er notað af dýrlæknum til að drepa flær, lýs og önnur skordýr en notkun þess er bönnuð á dýrum sem ætluð eru til manneldis.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, telst fiprolin til mjög hættulegra efna sem geta við inntöku valdið alvarlegum skemmdum á lifur, skjaldkirtli og nýrum svo dæmi séu tekin.

Saksóknari í Belgíu er að fara yfir lista viðskiptavina tveggja fyrirtækja í landinu sem framleiða og selja lúsavarnarefni til býla og annarra í Hollandi og Belgíu. Hugsanlegt er talið að fiprolin hafi verið blandað við önnur og lögleg efni sem notuð eru til aflúsa kjúklinga til að auka notagildi þeirra.

Einnig er talið mögulegt að fiprolin eða skordýraeitur blandað með því hafi verið selt til Bretlands, Frakklands og Póllands og notað til að aflúsa kjúklinga í eggjaframleiðslu í þeim löndum.

Búið að borða sönnunargögnin
Samkvæmt frétt í hollensku dagblaði hefur blanda af skordýraeitri með fiprolin verið notað af hollenskum eggjaframleiðendum í meira en ár. Samkvæmt yfirlýsingu frá matvælaeftirliti Hollands er ekki nokkur leið að segja til um hversu lengi efnið hefur verið notað þar sem búið er að borða öll eggin.

Í síðust viku sendi hollenska matvælaeftirlitið frá sér viðvörun þar sem segir að í einni sendingu sem tekin var til skoðunar hefði magn af fiprolin reynst það hátt að neysla á eggjunum gæti haft alvarlegar heilsufarslegar afleyðingar í för með sér fyrir fólk. Í viðvöruninni segir að ekki sé ráðlegt að gefa börnum egg frá að minnsta kosti 27 eggjabúum.

Verslanir taka egg úr sölu
Tvær af stærstu verslunarkeðjum í Hollandi hafa þegar tekið egg frá sumum framleiðendum úr sölu og þýska verslunarkeðjan REWE hefur gert slíkt hið sama. Verslunarkeðjurnar Lidl og Aldi hafa einnig tekið hollensk egg úr sölu og sagt að neytendur sem hafi keypt hollensk egg geti skilað þeim.

Auk þess sem sending með ríflega milljón eggjum, sem var á leiðinni frá Hollandi til Þýskalands, var stöðvuð við landamæri Þýskalands og snúið aftur til Hollands.

Í belgískum fréttamiðlum er haft eftir talsmanni flæmskra kjúklinga- og eggjabænda að sala og dreifing á eggjum frá nokkrum býlum hafi verið stöðvuð í Flæmingjalandi vegna rannsókna á notkun fiprolin þar.

Holland stærsti útflytjandi eggja í Evrópu

Holland er stærsti útflytjandi eggja í Evrópu og eru eggjabændur í Hollandi um eittþúsund og framleiða þeir um 10 milljarða eggja á ári. Formaður eggjabænda í Hollandi segir að 65% framleiðslunnar sé flutt út og stór hluti framleiðslunnar fari til Þýskalands og því um grafalvarlegt mál að ræða. Hætti verslanir að bjóða hollensk egg til sölu blasi við fjöldagjaldþrot hjá hollenskum eggjabændum.

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...