Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikil andstaða við inngöngu í ESB
Fréttir 17. febrúar 2015

Mikil andstaða við inngöngu í ESB

Andstaða við inngöngu Íslands í Evrópusambandið er mikil samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann nýverið fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

„Könnunin undirstrikar það sem oft hefur áður komið fram að Íslendingar vilja vera frjáls og fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Beiðni um inngöngu Íslands í ESB á því að afturkalla hið snarasta,“ segir Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar.

Í könnuninni kemur fram að um helmingur landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og rétt tæpur þriðjungur landsmanna er hlynntur inngöngu í ESB. Reykvíkingar vilja standa utan ESB og það sama á við um íbúa annarra sveitarfélaga landsins.

Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndust 49,1% svarenda vera andvígir inngöngu landsins í ESB, 32,8% sögðust vera hlynntir inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynntur né andvígur inngöngu í ESB.

Ef eingöngu er skoðað hlutfall þeirra sem eru með eða á móti aðild eru 61% andvígir en 39% hlynntir aðild.

Af þeim sem sem segjast munu kjósa Framsóknarflokkinn, ef gengið yrði til kosninga nú, eru 85% andvígir inngöngu í ESB, 77% þeirra sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn og 44% kjósenda VG eru andvígir inngöngu Íslands í ESB.

Athygli vekur að þeir sem myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað ef nú yrði gengið til alþingiskosninga eru almennt andvígir inngöngu. Það sama má segja um þá sem nú myndu kjósa flokk eða framboð sem ekki á fulltrúa á Alþingi. Í þeim hópi eru 54% andvíg en 37% hlynnt aðild að sambandinu.

Samkvæmt könnuninni eru 42% Reykvíkinga andsnúnir aðild að ESB en 41% borgarbúa er hlynntur aðild. Munurinn er meiri í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Þar eru 45% andvígir aðild en 38% hlynntir henni. Munurinn er enn meiri í öðrum sveitarfélögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvígir aðild að ESB en 21% hlynntir.

Skylt efni: esb

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...