Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil andstaða við inngöngu í ESB
Fréttir 17. febrúar 2015

Mikil andstaða við inngöngu í ESB

Andstaða við inngöngu Íslands í Evrópusambandið er mikil samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann nýverið fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

„Könnunin undirstrikar það sem oft hefur áður komið fram að Íslendingar vilja vera frjáls og fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Beiðni um inngöngu Íslands í ESB á því að afturkalla hið snarasta,“ segir Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar.

Í könnuninni kemur fram að um helmingur landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og rétt tæpur þriðjungur landsmanna er hlynntur inngöngu í ESB. Reykvíkingar vilja standa utan ESB og það sama á við um íbúa annarra sveitarfélaga landsins.

Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndust 49,1% svarenda vera andvígir inngöngu landsins í ESB, 32,8% sögðust vera hlynntir inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynntur né andvígur inngöngu í ESB.

Ef eingöngu er skoðað hlutfall þeirra sem eru með eða á móti aðild eru 61% andvígir en 39% hlynntir aðild.

Af þeim sem sem segjast munu kjósa Framsóknarflokkinn, ef gengið yrði til kosninga nú, eru 85% andvígir inngöngu í ESB, 77% þeirra sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn og 44% kjósenda VG eru andvígir inngöngu Íslands í ESB.

Athygli vekur að þeir sem myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað ef nú yrði gengið til alþingiskosninga eru almennt andvígir inngöngu. Það sama má segja um þá sem nú myndu kjósa flokk eða framboð sem ekki á fulltrúa á Alþingi. Í þeim hópi eru 54% andvíg en 37% hlynnt aðild að sambandinu.

Samkvæmt könnuninni eru 42% Reykvíkinga andsnúnir aðild að ESB en 41% borgarbúa er hlynntur aðild. Munurinn er meiri í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Þar eru 45% andvígir aðild en 38% hlynntir henni. Munurinn er enn meiri í öðrum sveitarfélögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvígir aðild að ESB en 21% hlynntir.

Skylt efni: esb

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...