Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kalskemmdir. Mynd er úr safni.
Kalskemmdir. Mynd er úr safni.
Fréttir 19. júní 2014

Mikið tjón vegna kals í Skagafirði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mjög mikið kal er í túnum fjölda bæja í Skagafirði og ljóst að bændur hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni vegna þess. Stjórn Búnaðar­sambands Skagfirðinga fundaði um málið í síðustu viku og lýsti þungum áhyggjum af því hvort bændur fengju tjón sitt bætt. Ekki virtist ljóst af hálfu Bjargráðasjóðs hvernig slíkum bótum yrði þá háttað.

Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hefur í vor farið víða um Skagafjörð og metið ástand túna fyrir bændur. „Það er kal mjög víða. Ástandið er vissulega misjafnt milli svæða og milli bæja en þau svæði sem fóru verst út úr kalinu í fyrra eru sömuleiðis þau sem verða illa úti núna. Það virðist vera mest kal í Hegranesi, Viðvíkursveit, inni í Hjaltadal, út Óslandshlíð, á Höfðaströnd og Sléttuhlíð og það er einnig eitthvað kal í Fljótum. Bæir á þessum svæðum sem sluppu betur en aðrir í fyrra hafa sumir hverjir orðið illa úti núna. Árangur af þeirri miklu endurrækt sem menn réðust í í fyrravor vegna kals er ansi misjafn núna. Sums staðar er talsvert mikið sem þarf að laga. Um það eru dæmi langt fram í fjörð, frammi í Tungusveit og í Akrahreppi svo dæmi séu tekin. Það er því víða sem þetta mun ódrýgja uppskeru. Við erum hins vegar mjög lánsöm með vorkomu núna og það mun hjálpa mikið, trúi ég.“

Allt að 60 prósenta kal

Kalið er mjög mikið á stöku bæjum að sögn Eiríks. Dæmi eru um allt að 60 prósenta kal í túnum á bæjum þar sem ástandið er verst. „Í slíkum tilfellum komast menn illa af nema að afla sér heyja annars staðar,“ segir Eiríkur. Oft er miðað við að eigin áhætta sé í kringum 20 prósent en á hátt í 20 bæjum í firðinum er kal yfir þeirri tölu að því er Eiríkur telur.

Ekki ætti þó að vera ástæða til að hafa áhyggjur af heyskorti almennt í Skagafirði næsta vetur að mati Eiríks. Einhverjir bændur hafa nú þegar gert ráðstafanir til að fá slægjur á öðrum jörðum.

Mikið kal var á landinu í fyrra eins og þekkt er og var bætt úr Bjargráðasjóði sem fékk sérstaka fjárveitingu til þess, einkum í gegnum Jarðræktarsjóð til endurræktunar. Eiríkur segir að hann hafi haft samband við sjóðinn vegna kalsins í Skagafirði en ekki sé komin nein heildarmynd á tjónið á einstökum bæjum. Flestir bændur hafi endurræktað verulega í vor til viðbótar við það sem gert hafi verið í fyrra.

Verra í vor en í fyrra

Á Arnarstöðum í Sléttuhlíð varð umtalsvert kaltjón í fyrravor en ástandið núna er jafnvel verra að mati Gests Stefánssonar bónda þar. „Það var á milli 30 og 40 prósenta kal í fyrra en það er verra núna. Þeir kalblettir sem ég lét eiga sig í fyrra í von um að þeir myndu gróa upp hafa bara stækkað í ár og virðist ekkert gróa upp úr þeim.“

Tjónið um fimm milljónir á tveimur árum

Gestur réðist í talsverða endurræktun í fyrra og ekki síður í ár. „Ætli ég hafi ekki brotið um 25 hektara í vor og svo reyndi ég að sá í nýræktir sem voru illa farnar. Þetta er feykilegt tjón, ætli kostnaðurinn við endurræktun sé ekki 80.000 til 100.000 krónur á hektarann. Ég hugsa að kostnaðurinn í vor við þetta hafi verið nálægt 2,5 milljónum króna og lítið minna í fyrra.“

Á síðasta ári fékk Gestur að einhverju leyti bætur úr Bjargráðastjóði en þó ekkert í líkingu við kostnað sinn. Í fyrra brást Gestur að talsverðu leyti við með því að brjóta nýræktir í stað þess að endurrækta þau tún sem kól. „Þá hankaði Bjargráðasjóður mig hins vegar á því að ég yrði að vinna kalblettina sjálfa upp því ellegar fengi ég ekki bætur, ég mætti ekki brjóta nýtt land. Það þykir mér skrýtið kerfi. Ég er voða hræddur um að það verði lítið sem hægt verður að sækja úr Bjargráðasjóði í ár. “

Skylt efni: Kal | Skagafjörður

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...