Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum
Fréttir 15. febrúar 2018

Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt Matvælastofnun Breta hafa sýkingar af völdum skaðlegra kamfýlóbakter-baktería margfaldast í kjúklingum á Bretlandseyjum. Sýnatökur úr kjúklingakjöti í stórmörkuðum í landinu sýna metfjölda af sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Sumar þessara baktería sýna ónæmi við sterkustu sýklalyfjum á markaði samkvæmt nýjum rannsóknum. Málið er talið mjög alvarlegt þar sem sýklalyfjaónæmar bakteríur geta hæglega smitast í fólk og gert sýklalyfjameðferð ómögulega.

Mun meiri sýking en fyrir tíu árum

Sýni bresku Matvæla­stofn­un­arinnar voru úr stóru úrtaki af heilum og ferskum kjúklingum í fjölda stórmarkaða og minni matvöruverslana víðs vegar um Bretlandseyjar. Útkoma 400 sýna sýnir að mun fleiri kjúklingar voru sýktir af sýklalyfjaónæmum kamfýlóbakter-bakteríum núna en fyrir tíu árum.
Rannsóknir á sýnunum leiddu í ljós að í mörgum tilfellum fundust leifar af sýklalyfjum í kjúklingakjöti í verslunum.

Sýklalyfjanotkun ýtir undir ónæmi

Niðurstöður mælinganna eru sagðar vera vísbending um aukna notkun sýklalyfja í kjúklingaeldi á Bretlandseyjum og að notkunin ýti undir sýklalyfjaónæmi baktería og aukinnar útbreiðslu þeirra.

Kamfýlóbakter-bakteríur geta valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða í alvarlegustu tilfellum og eru sýklalyfjaónæm afbrigði þeim mun erfiðari en þau sem eru það ekki. Almenningur á Bretlandseyjum hefur í framhaldi rannsóknanna verið beðinn að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun matvæla og elda kjúklingakjöt vel þar sem rétt matreiðsla drepur bakteríurnar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...