Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum
Fréttir 15. febrúar 2018

Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt Matvælastofnun Breta hafa sýkingar af völdum skaðlegra kamfýlóbakter-baktería margfaldast í kjúklingum á Bretlandseyjum. Sýnatökur úr kjúklingakjöti í stórmörkuðum í landinu sýna metfjölda af sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Sumar þessara baktería sýna ónæmi við sterkustu sýklalyfjum á markaði samkvæmt nýjum rannsóknum. Málið er talið mjög alvarlegt þar sem sýklalyfjaónæmar bakteríur geta hæglega smitast í fólk og gert sýklalyfjameðferð ómögulega.

Mun meiri sýking en fyrir tíu árum

Sýni bresku Matvæla­stofn­un­arinnar voru úr stóru úrtaki af heilum og ferskum kjúklingum í fjölda stórmarkaða og minni matvöruverslana víðs vegar um Bretlandseyjar. Útkoma 400 sýna sýnir að mun fleiri kjúklingar voru sýktir af sýklalyfjaónæmum kamfýlóbakter-bakteríum núna en fyrir tíu árum.
Rannsóknir á sýnunum leiddu í ljós að í mörgum tilfellum fundust leifar af sýklalyfjum í kjúklingakjöti í verslunum.

Sýklalyfjanotkun ýtir undir ónæmi

Niðurstöður mælinganna eru sagðar vera vísbending um aukna notkun sýklalyfja í kjúklingaeldi á Bretlandseyjum og að notkunin ýti undir sýklalyfjaónæmi baktería og aukinnar útbreiðslu þeirra.

Kamfýlóbakter-bakteríur geta valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða í alvarlegustu tilfellum og eru sýklalyfjaónæm afbrigði þeim mun erfiðari en þau sem eru það ekki. Almenningur á Bretlandseyjum hefur í framhaldi rannsóknanna verið beðinn að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun matvæla og elda kjúklingakjöt vel þar sem rétt matreiðsla drepur bakteríurnar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...