Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum
Fréttir 15. febrúar 2018

Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt Matvælastofnun Breta hafa sýkingar af völdum skaðlegra kamfýlóbakter-baktería margfaldast í kjúklingum á Bretlandseyjum. Sýnatökur úr kjúklingakjöti í stórmörkuðum í landinu sýna metfjölda af sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Sumar þessara baktería sýna ónæmi við sterkustu sýklalyfjum á markaði samkvæmt nýjum rannsóknum. Málið er talið mjög alvarlegt þar sem sýklalyfjaónæmar bakteríur geta hæglega smitast í fólk og gert sýklalyfjameðferð ómögulega.

Mun meiri sýking en fyrir tíu árum

Sýni bresku Matvæla­stofn­un­arinnar voru úr stóru úrtaki af heilum og ferskum kjúklingum í fjölda stórmarkaða og minni matvöruverslana víðs vegar um Bretlandseyjar. Útkoma 400 sýna sýnir að mun fleiri kjúklingar voru sýktir af sýklalyfjaónæmum kamfýlóbakter-bakteríum núna en fyrir tíu árum.
Rannsóknir á sýnunum leiddu í ljós að í mörgum tilfellum fundust leifar af sýklalyfjum í kjúklingakjöti í verslunum.

Sýklalyfjanotkun ýtir undir ónæmi

Niðurstöður mælinganna eru sagðar vera vísbending um aukna notkun sýklalyfja í kjúklingaeldi á Bretlandseyjum og að notkunin ýti undir sýklalyfjaónæmi baktería og aukinnar útbreiðslu þeirra.

Kamfýlóbakter-bakteríur geta valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða í alvarlegustu tilfellum og eru sýklalyfjaónæm afbrigði þeim mun erfiðari en þau sem eru það ekki. Almenningur á Bretlandseyjum hefur í framhaldi rannsóknanna verið beðinn að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun matvæla og elda kjúklingakjöt vel þar sem rétt matreiðsla drepur bakteríurnar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...