Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af koltvísýringi fyrir tæpan milljarð króna. Aldrei hefur jafnmikið af efninu verið flutt inn til landsins og stefnir í metinnflutningsár.

Eftirspurn eftir koltvísýringi hefur aukist hér á landi, sér í lagi með tilkomu fiskeldis og þörungavinnslu, en efnið er einnig notað í drykkjarframleiðslu og matvælapökkun og fleira. Koltvísýringur er mikilvægt hráefni í garðyrkjuframleiðslu þar sem efninu er dælt inn í gróðurhús til að auka vöxt og gæði plantna.

Hér á landi er koltvísýringur einungis framleiddur á jörðinni Hæðarenda í Grímsnesi en fyrirtækið Linde Gas á þar allan nýtingar- og vinnslurétt. Framleiðslan þar hefur verið á bilinu 3.800 – 4.900 tonn á ári sl. áratug en Sigurður Karl Jónsson, eigandi jarðarinnar, hefur sagt að með góðu móti væri hægt að framleiða ríflega landsþörf.

Innflutningur á koltvísýringi hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár. Árið 2019 voru hingað flutt rétt rúm 1.000 tonn, þau voru rúm 1.500 árið 2021 og rúm 1.800 í fyrra.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru tæp 2.600 tonn af koltvísýringi flutt hingað til lands á fyrstu níu mánuðum ársins. Langmest af innflutta koltvísýringnum, eða tæp 2.400 tonn, komu frá Svíþjóð, þaðan sem Linde Gas flytur inn efnið. Samkvæmt Hagstofunni var meðal CIF-verð á kílóið 27 krónur. Samkvæmt Sigurði Karli greiðir Linde Gas honum tæpar 3 krónur fyrir hvert kíló af koltvísýringi sem það vinnur ásamt því að útvega honum vatn í hitaveitu.

Skylt efni: koltvísýringur

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...