Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Við skólann starfa 21 starfsmaður en skólinn er stór vinnustaður í héraðinu. Félagslíf nemenda er mjög gott og hafa verið sett upp mjög vinsæl leikrit í skólanum síðustu ár.
Við skólann starfa 21 starfsmaður en skólinn er stór vinnustaður í héraðinu. Félagslíf nemenda er mjög gott og hafa verið sett upp mjög vinsæl leikrit í skólanum síðustu ár.
Mynd / Aðsend
Fréttir 30. september 2025

Metaðsókn að Menntaskóla Borgarfjarðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við skólann eru núna 220 nemendur og þar af eru 140 nemendur í staðnámi," segir Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar aðspurður um fjölda nemenda við skólann í vetur.

„Talsverð fjölgun nemenda hefur verið síðustu ár og má alveg tengja það til þess að skólinn hefur haldið á lofti mikilli skólaþróun, sem veitt hefur verið mikil athygli en einmitt árið 2022 fékk skólinn hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna fyrir framsækna endurskoðun á námskrá. Við alla skólaþróun hefur verið litið til þess að vera leiðandi og hugmyndir sóttar til nemenda um hvað megi bæta og fara betur við nám og kennslu," bæti Bragi Þór við.

Flestir úr Borgarfirði

Meginþorri nemenda skólans kemur úr Borgarfirði en þó hefur vaxandi fjöldi komið á svæðum sem næst liggja, má nefna Dalabyggð, Húnaþing, Akranes og Hvalfjarðarsveit. „Nemendur sem eiga lengra að geta fengið vist á nemendagörðum skólans en þangað hafa sótt fleiri en fá inni. Það er því frábær lyftistöng að í byggingu eru nýir fullkomnir nemendagarðar og verður frábært að geta boðið fleirum vist fyrir vikið," segir Bragi Þór.

Náttúrufræðibraut – búfræðisvið

Skólinn býður upp á almennt bóknám til stúdentsprófs en Bragi segir að alltaf sé nokkur fjöldi sem skráir sig á Náttúrufræðibraut – búfræðisvið. „Já, við og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri stöndum saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá MB og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúrufræðibraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands," segir Bragi Þór.

Skylt efni: skólamál | Borgarfjörður

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.