Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Merkingar búvara
Fréttir 2. mars 2016

Merkingar búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þar sem segir að íslenskir neytendur eigi kröfu til þess að vita hvaðan matvörur koma og hvort þær eru framleiddar á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag.

Aðgengilegar og réttar upplýsingar eru samofnir hagsmunir bænda og neytenda og forsenda upplýstra innkaupa og blómlegrar matvælaframleiðslu.

Bændasamtök Íslands beina því til stjórnvalda að reglur um merkingar matvæla verði hertar til muna. Samtökin telja mikilvægt að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland, dýravelferð, fóður, umhverfisfótspor, hreinleika, heilbrigði, aðbúnað, starfsumhverfi, lyfja- og eiturefnanotkun.

Í greinargerð með ályktuninni segir:
Upprunaland. Neytendur eiga heimtingu á að vita hvaðan maturinn kemur og Bændasamtök Íslands vilja að gerðar verði mun strangari kröfur um að fram komi með skýrum og afgerandi hætti hvaðan varan er upprunnin, þ.e. að greint sé frá upprunalandi hennar, eða eftir atvikum frá hvaða landi aðalhráefni vörunnar er.

Dýravelferð. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort matvörur sem þeim standa til boða eru framleiddar á siðlegan hátt. Bændasamtök Íslands skora á stjórnvöld að koma á sérstöku opinberu merkingakerfi fyrir allar landbúnaðarvörur, innlendar sem erlendar, á grundvelli 25. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.  Þar verði horft til aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fleiri þátta. Mikilvægt er að slíkar merkingar séu skýrar, einfaldar og áberandi svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir á einfaldan hátt.

Umhverfisfótspor. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort þær matvörur sem þeim standa til boða séu framleiddar á umhverfisvænan hátt. Bændasamtökin leggja til að stjórnvöld feli umhverfisráðuneytinu að kortleggja kolefnis- eða umhverfisfótspor íslensks landbúnaðar í heild og sundurliðað eftir greinum. Sérstakt tillit verði tekið til umhverfisfótspors vegna flutnings á vörum, áburðarnotkun, sýklalyfjanotkun, fóðurs o.s.frv.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...