Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Merkingar búvara
Fréttir 2. mars 2016

Merkingar búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þar sem segir að íslenskir neytendur eigi kröfu til þess að vita hvaðan matvörur koma og hvort þær eru framleiddar á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag.

Aðgengilegar og réttar upplýsingar eru samofnir hagsmunir bænda og neytenda og forsenda upplýstra innkaupa og blómlegrar matvælaframleiðslu.

Bændasamtök Íslands beina því til stjórnvalda að reglur um merkingar matvæla verði hertar til muna. Samtökin telja mikilvægt að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland, dýravelferð, fóður, umhverfisfótspor, hreinleika, heilbrigði, aðbúnað, starfsumhverfi, lyfja- og eiturefnanotkun.

Í greinargerð með ályktuninni segir:
Upprunaland. Neytendur eiga heimtingu á að vita hvaðan maturinn kemur og Bændasamtök Íslands vilja að gerðar verði mun strangari kröfur um að fram komi með skýrum og afgerandi hætti hvaðan varan er upprunnin, þ.e. að greint sé frá upprunalandi hennar, eða eftir atvikum frá hvaða landi aðalhráefni vörunnar er.

Dýravelferð. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort matvörur sem þeim standa til boða eru framleiddar á siðlegan hátt. Bændasamtök Íslands skora á stjórnvöld að koma á sérstöku opinberu merkingakerfi fyrir allar landbúnaðarvörur, innlendar sem erlendar, á grundvelli 25. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.  Þar verði horft til aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fleiri þátta. Mikilvægt er að slíkar merkingar séu skýrar, einfaldar og áberandi svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir á einfaldan hátt.

Umhverfisfótspor. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort þær matvörur sem þeim standa til boða séu framleiddar á umhverfisvænan hátt. Bændasamtökin leggja til að stjórnvöld feli umhverfisráðuneytinu að kortleggja kolefnis- eða umhverfisfótspor íslensks landbúnaðar í heild og sundurliðað eftir greinum. Sérstakt tillit verði tekið til umhverfisfótspors vegna flutnings á vörum, áburðarnotkun, sýklalyfjanotkun, fóðurs o.s.frv.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...