Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Merkingar búvara
Fréttir 2. mars 2016

Merkingar búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þar sem segir að íslenskir neytendur eigi kröfu til þess að vita hvaðan matvörur koma og hvort þær eru framleiddar á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag.

Aðgengilegar og réttar upplýsingar eru samofnir hagsmunir bænda og neytenda og forsenda upplýstra innkaupa og blómlegrar matvælaframleiðslu.

Bændasamtök Íslands beina því til stjórnvalda að reglur um merkingar matvæla verði hertar til muna. Samtökin telja mikilvægt að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland, dýravelferð, fóður, umhverfisfótspor, hreinleika, heilbrigði, aðbúnað, starfsumhverfi, lyfja- og eiturefnanotkun.

Í greinargerð með ályktuninni segir:
Upprunaland. Neytendur eiga heimtingu á að vita hvaðan maturinn kemur og Bændasamtök Íslands vilja að gerðar verði mun strangari kröfur um að fram komi með skýrum og afgerandi hætti hvaðan varan er upprunnin, þ.e. að greint sé frá upprunalandi hennar, eða eftir atvikum frá hvaða landi aðalhráefni vörunnar er.

Dýravelferð. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort matvörur sem þeim standa til boða eru framleiddar á siðlegan hátt. Bændasamtök Íslands skora á stjórnvöld að koma á sérstöku opinberu merkingakerfi fyrir allar landbúnaðarvörur, innlendar sem erlendar, á grundvelli 25. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.  Þar verði horft til aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fleiri þátta. Mikilvægt er að slíkar merkingar séu skýrar, einfaldar og áberandi svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir á einfaldan hátt.

Umhverfisfótspor. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort þær matvörur sem þeim standa til boða séu framleiddar á umhverfisvænan hátt. Bændasamtökin leggja til að stjórnvöld feli umhverfisráðuneytinu að kortleggja kolefnis- eða umhverfisfótspor íslensks landbúnaðar í heild og sundurliðað eftir greinum. Sérstakt tillit verði tekið til umhverfisfótspors vegna flutnings á vörum, áburðarnotkun, sýklalyfjanotkun, fóðurs o.s.frv.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...