Melrakkinn hefur átt heimkynni á Íslandi frá lokum ísaldar. Hér er mórauður refur í Hornvík.
Melrakkinn hefur átt heimkynni á Íslandi frá lokum ísaldar. Hér er mórauður refur í Hornvík.
Mynd / Ester Rut Unnsteinsdóttir
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur svæðum á landinu.

Rannsóknasjóður Rannís veitti í fyrra 53 milljóna króna styrk til rannsókna á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur svæðum á landinu; N-Ísafjarðarsýslu, N-Múlasýslu og Árnessýslu. Er vonast til að rannsóknin muni leiða til aukinnar þekkingar á stofngerð tófunnar, frumbyggja landsins, og þeim áhrifum sem umhverfisbreytingar og mikið veiðiálag hefur á þetta lífseiga litla rándýr.

Rannsóknin á fullri ferð

Rannsóknin er til þriggja ára og ber vinnutitilinn Stofngerð, stofnbreytingar og lífvænleiki hánorræns afræningja undir álagi af völdum veiða og umhverfisbreytinga.

Rannsókninni er stýrt af Ester Rut Unnsteinsdóttur, spendýravistfræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

„Við erum að vinna samkvæmt áætlun verkefnisins,“ segir Ester. „Anna Bára [Másdóttir, doktorsnemi í líftölfræði við HÍ, innsk.blm.] er búin að vera að vinna í breytileika á lögun kjálka og bera saman eftir landsvæðum. Búið er að safna erfðaefni og það er í frumvinnslu. Ísótópagreining er ekki komin en það er meistaranemi að vinna við það. Nýlega bættist svo í hópinn doktorsnemi sem mun vinna með senditæki og ferðir dýra. Verið er að fjármagna þann hluta núna,“ segir Ester, aðspurð um ganginn í rannsókninni. Hún er einn forsprakka stofnunar Melrakkaseturs, sat í stjórn félagsins um árabil og hefur sinnt refarannsóknum á Hornströndum.

Umfangsmikið verkefni

Segir á vef Náttúrufræðistofnunar að verkþættir fjalli í meginatriðum um greiningu á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar í fæðuvef á þremur landsvæðum þaðan sem gögn hafa safnast um refi í gegnum tíðina úr veiðum og mælingum, auk þess sem þekking liggur fyrir á fuglalífi.

Unnið verður úr gögnum sem safnast hafa á yfir 40 ára tímabili vöktunar refastofnsins auk þess sem nýrra gagna verður aflað. Jafnframt verður unnið með veiðigögn frá Umhverfisstofnun, sem ná aftur til ársins 1957. Farið verður í gerð stofnlíkans og áhrifum veiða og unnin greining á fæðu með stöðugum samsætum og lögun kjálkabeina. Erfðaefni verður greint og borið saman innan og á milli svæða og síðast en ekki síst verður fylgst með ferðum refa með notkun senditækja. Samið verður við valda veiðimenn til aðstoðar við að fanga og meðhöndla dýr sem fá senditæki.

Melrakkinn á sér mörg nöfn

Melrakki er eitt elsta ritaða nafn tegundarinnar Vulpes lagopus hér á landi en þar er tilvísun í mjöll (mel) og hund (rakki) úr fornu norrænu máli. Algengasta nafnið er refur en tófa er einnig mjög þekkt. Önnur þekkt nöfn eru til dæmis dratthali, gráfóta, lágfóta, holtaþór, skaufhali, skolli, tæfa, vargur og vembla.

Melrakki hefur verið á Íslandi í árþúsundir en hann hefur sennilega átt heimkynni hér allt frá lokum ísaldar, fyrir um tíu þúsund árum. Elstu leifar sem fundist hafa hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski melrakkastofninn er sérstakur vegna langvarandi einangrunar frá öðrum stofnum og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis, segir jafnframt á vef Náttúrufræðistofnunar. 

Skylt efni: melrakki | íslenska tófan

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...