Lambakjötsframleiðslan dróst saman um 340 tonn.
Lambakjötsframleiðslan dróst saman um 340 tonn.
Fréttir 27. nóvember 2024

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

„Ekki þarf að koma á óvart að lömbum sem koma til slátrunar hafi fækkað þetta mikið á undanförnum árum, enda hefur afkoma sauðfjárbænda ekki verið til samræmis við kjör annarra stétta í landinu.“

Þetta segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Aftur á móti hefur mikið áunnist síðustu tvö haust í leiðréttingu á afurðaverðinu,“ bætir hann við.

Framleiðsluvilji stjórnast af afkomu

Sagt var frá því í forsíðufrétt í síðasta Bændablaði að um 340 tonna samdráttur hafi verið í lambakjötsframleiðslu í ár miðað við á síðasta ári.

„Hluti af þessum samdrætti í ár er afleiðing af slæmu tíðarfari í vor og sumar sem leiðir af sér meiri ásetning,“ segir Eyjólfur og vísar til þess að talsvert hafi borið á því að bændur hafi misst lömb vegna óveðursins.

„Eins var eitthvað um meiri sölu líflamba í haust þar sem bú sem nýlega þurftu að fella allan bústofn vegna riðuveiki voru að taka gripi aftur eftir fjárleysi,“ útskýrir Eyjólfur.

„Við sjáum þegar fjárfjöldatölur liggja fyrir í lok árs hvort við horfum á samdrátt aftur á næsta ári eða svipaða framleiðslu, gæði gróffóðurs og magn heyfengs er víða breytilegt eftir sumarið.

Það mun hafa áhrif á frjósemi og fjölda fæddra lamba næsta vor nema bændur hugi strax að viðbótarkjarnfóðri á næstu vikum samhliða fengitíma.

Ég hef á tilfinningunni að við séum að spyrna okkur frá botninum og framleiðslan ætti að geta aukist frá og með árinu 2026 en bendi þó á að framleiðsluvilji bænda mun ætíð stjórnast af afkomu greinarinnar.“

Neytendur vilja sitt kindakjöt

Þegar Eyjólfur er spurður um hvort hækkandi vöruverð á markaði sé í einhverjum tengslum við minni framleiðslu, segir hann að horfa verði til þess að verð sauðfjárafurða á markaði hafi ekki fylgt almennu verðlagi undanfarin ár þar til hækkanir náðust á síðasta ári.

„Eðli framboðs og eftirspurnar markaða er þó alltaf að leita jafnvægis, en ég hef ekki skynjað að neytendur séu að snúa baki við kindakjöti – þeir vilja það áfram á matardiskinn sinn enda hafa rannsóknir einnig sýnt að verðteygni kindakjöts er talsverð.“

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra