Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Meðalneysla um 20 kíló
Fréttir 24. nóvember 2015

Meðalneysla um 20 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri skýrslu Rannsóknar­miðstöðvar Háskólans á Akur­eyri, sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings, þar sem fjallað er um stöðu innanlandsmarkaðar fyrir sauðfjárafurðir, segir að í dag sé meðalneysla landsmanna á kindakjöti um 20 kíló á ári.

Neysla á kjöti hefur breyst mikið undanfarna áratugi og hefur neysla á kindakjöti dregist saman en neysla á alifugla- og svínakjöti aukist.

Kindakjöt hefur hækkað

„Árið 1993 var lambakjöt ódýrasta kjötið á markaðnum en árið 2014 var það dýrara en svína- og alifuglakjöt og var nær nautakjöti í verði ásamt unninni kjötvöru en svína- og alifuglakjöti.“

Viðkvæmt fyrir verðbreytingum

Aukin innflutningur og breyttar matarvenjur hafa minnkað neyslu kindakjöts. Margt bendir til að eftirspurn eftir lambakjöti sé næmari fyrir verðbreytingum annarra kjöttegunda en breytingum á kindakjötinu sjálfu. Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa auknar tekjur almennings tilhneigingu til að auka eftirspurn eftir kindakjöti.

Niðurstaða kafla skýrslunnar sem fjallar um eftirspurn eftir lambakjöti innanlands er að það sé óverðteygin, jafnvel verulega óverðteygin, vara en á saman tíma að markaðurinn þoli einhverja hækkun á verði lambakjöts.

Greiðslur til bænda

Tekjur af kindakjöti til bænda koma úr tveimur áttum. Annars vegar greiðslur sláturhúsanna fyrir innlegg og hins vegar stuðningur ríkisins. Samkvæmt skýrslunni var skipting skilaverðs til bænda árið 2012 52% beingreiðslur frá ríkinu en 48% frá sláturhúsi. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...