Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Mauk hlaut verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017

Höfundur: smh

Ráðstefnan Þekking og færni í matvælageiranum, á vegum Matvælalandsins Íslands, stendur nú yfir á Hótel Sögu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti setningarræðu og afhenti að svo búnu verðlaun í keppninni Ecotrophelia Ísland 2017, þar sem keppt er í nýsköpun í matvælaframleiðslu. Tveir hópar kepptu til úrslita og sigraði hópur með vöruna Mauk, sem er marinering framleidd úr vannýttu grænmeti.

Markmiðið með framleiðslu vörunnar er að taka á matarsóun, einu stærsta vandamáli í matvælaiðnaði. Mikið magn úr grænmetisræktun fer til spillis í dag, meðal annars hráefni sem stenst ekki útlitskröfur smásala og neytenda. Aðaluppistaða Mauks eru tómatar og gulrætur – og er það án aukaefna.

Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að sköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað  – og auka umhverfisvitund almennings og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe í London í nóvember.

Mauk er í raun þykkni sem neytandinn þynnir með vökva að eigin vali. Það er hugsað sem marinering fyrir kjúkling og hvítan fisk eða sem grunnur í súpur, sósur eða pottrétti. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...