Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Mauk hlaut verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017

Höfundur: smh

Ráðstefnan Þekking og færni í matvælageiranum, á vegum Matvælalandsins Íslands, stendur nú yfir á Hótel Sögu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti setningarræðu og afhenti að svo búnu verðlaun í keppninni Ecotrophelia Ísland 2017, þar sem keppt er í nýsköpun í matvælaframleiðslu. Tveir hópar kepptu til úrslita og sigraði hópur með vöruna Mauk, sem er marinering framleidd úr vannýttu grænmeti.

Markmiðið með framleiðslu vörunnar er að taka á matarsóun, einu stærsta vandamáli í matvælaiðnaði. Mikið magn úr grænmetisræktun fer til spillis í dag, meðal annars hráefni sem stenst ekki útlitskröfur smásala og neytenda. Aðaluppistaða Mauks eru tómatar og gulrætur – og er það án aukaefna.

Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að sköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað  – og auka umhverfisvitund almennings og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe í London í nóvember.

Mauk er í raun þykkni sem neytandinn þynnir með vökva að eigin vali. Það er hugsað sem marinering fyrir kjúkling og hvítan fisk eða sem grunnur í súpur, sósur eða pottrétti. 

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...