Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði.
Líf og starf 5. júlí 2016

Matsala, kaffihús og bar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinkonurnar Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes Bryngeirsdóttir hófu rekstur á Kaffi Norðurfirði á síðasta ári í gömlu verbúðinni í Norðurfirði. Að þeirra sögn gengur reksturinn vel og vinnan í kringum það fjölbreytt og skemmtileg.

„Veitingasalan er opin frá 1. júní til 31. ágúst en við erum að hugsa um að lengja tímabilið í báða enda og búin að gera þriggja ára samning um reksturinn,“ segir Sara.

Alls konar fólk

Lovísa segir að gestirnir sem komi séu ferðamenn og heimafólk í bland.
„Hingað koma oft gönguhópar sem eru að ganga Strandirnar, sjómenn sem gera út á strandveiðar héðan frá Norðurfirði, ættingjar fólksins sem býr í sveitinni og bara alls konar fólk.“

Sara og Lovísa segjast hafa heyrt utan að sér að það vantaði manneskju til að reka veitingasölu í Norðurfirði og ákveðið að sækja um og frétt 10. mars í fyrra að umsóknin þeirra hefði verið samþykkt.
„Við settum því allt á fullt og sjáum ekki eftir því.“

Lovísa hafði aldrei komið í Árneshrepp áður en Sara nokkrum sinnum þegar dóttir hennar dvaldist í Djúpavík og þekkti því lítillega til.

„Ég gersamlega heillaðist af sveitinni og langaði strax að vera hér enda sveitin ótrúlega falleg,“ segir Sara. Að sögn þeirra stalla er Kaffi Norðurfjörður fyrst og fremst matsölustaður en líka kaffihús og bar.

„Við erum með matseðil þar sem boðið er upp á fisk, lambakjöt, hamborgara og samlokur svo dæmi séu nefnd. Hér er líka boðið upp á flottar kökur sem bakaðar eru á staðnum með kaffinu og boltann á skjá og bjór með.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...