Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluumhverfi í nýjan gagnagrunn.

Nýlegar niðurstöður úr verkefninu sýna að um þrjú prósent af þarmaflóru fullorðinna eru matartengdar örverur, en um 56 prósent af þarmaflóru ungbarna.

Í umfjöllun á vef Matís er haft eftir Nicola Segata örverufræðingi, sem starfar við háskólann í Trento og við Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó, að niðurstöðurnar bendi til að sumar örverur í þörmunum komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi upprunalega fengið þær úr fæðunni þar sem þær hafi síðan aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins. Það kunni að virðast lágt hlutfall, en þó geti þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar.

Þar segir enn fremur að gagnagrunnurinn sé mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann muni nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu manna.

Þáttur Matís felst í að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en umfang verkefnisins nær til allra helstu fæðuflokkanna. Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER, þar sem 29 aðilar vinna saman frá 14 löndum.

Í umfjöllun Matís kemur fram að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matarsýnunum, en þó nokkrar tegundir sem geti verið óæskilegar vegna áhrifa á bragð eða geymsluþol.

Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum geti verið gagnleg fyrir framleiðendur, bæði stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geti þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit, við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra.

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...