Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluumhverfi í nýjan gagnagrunn.

Nýlegar niðurstöður úr verkefninu sýna að um þrjú prósent af þarmaflóru fullorðinna eru matartengdar örverur, en um 56 prósent af þarmaflóru ungbarna.

Í umfjöllun á vef Matís er haft eftir Nicola Segata örverufræðingi, sem starfar við háskólann í Trento og við Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó, að niðurstöðurnar bendi til að sumar örverur í þörmunum komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi upprunalega fengið þær úr fæðunni þar sem þær hafi síðan aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins. Það kunni að virðast lágt hlutfall, en þó geti þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar.

Þar segir enn fremur að gagnagrunnurinn sé mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann muni nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu manna.

Þáttur Matís felst í að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en umfang verkefnisins nær til allra helstu fæðuflokkanna. Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER, þar sem 29 aðilar vinna saman frá 14 löndum.

Í umfjöllun Matís kemur fram að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matarsýnunum, en þó nokkrar tegundir sem geti verið óæskilegar vegna áhrifa á bragð eða geymsluþol.

Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum geti verið gagnleg fyrir framleiðendur, bæði stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geti þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit, við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...