Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluumhverfi í nýjan gagnagrunn.

Nýlegar niðurstöður úr verkefninu sýna að um þrjú prósent af þarmaflóru fullorðinna eru matartengdar örverur, en um 56 prósent af þarmaflóru ungbarna.

Í umfjöllun á vef Matís er haft eftir Nicola Segata örverufræðingi, sem starfar við háskólann í Trento og við Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó, að niðurstöðurnar bendi til að sumar örverur í þörmunum komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi upprunalega fengið þær úr fæðunni þar sem þær hafi síðan aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins. Það kunni að virðast lágt hlutfall, en þó geti þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar.

Þar segir enn fremur að gagnagrunnurinn sé mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann muni nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu manna.

Þáttur Matís felst í að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en umfang verkefnisins nær til allra helstu fæðuflokkanna. Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER, þar sem 29 aðilar vinna saman frá 14 löndum.

Í umfjöllun Matís kemur fram að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matarsýnunum, en þó nokkrar tegundir sem geti verið óæskilegar vegna áhrifa á bragð eða geymsluþol.

Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum geti verið gagnleg fyrir framleiðendur, bæði stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geti þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit, við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...