Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stöllurnar Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir í Búrinu, ostabúð Eirnýjar úti á Grandagarði.
Stöllurnar Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir í Búrinu, ostabúð Eirnýjar úti á Grandagarði.
Mynd / smh
Fréttir 25. september 2015

Matarmarkaður Búrsins í víking til London

Höfundur: smh

Dagana 7. til 10. október munu fjórtán framleiðendur á vegum Matarmarkaðar Búrsins sýna og selja afurðir sínar á Borough Market í London, sem er einn elsti og virtasta matarmarkaður Evrópu. Hann fagnar þúsund ára afmæli á þessu ári, en Matarmarkaður Búrsins er fimm ára í ár.

Það eru Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir sem hafa borið hitann og þungann af Matarmarkaði Búrsins undanfarin misseri – sem eins og kunnugt hefur verið haldinn í Hörpu síðustu skiptin við góðar orðstír. Blaðamaður hitti þær stöllur í Búrinu, ostabúð Eirnýjar úti á Grandagarði, sem sögðu honum undan og ofan af ævintýrinu sem er í vændum. Eirný segir að tilgangurinn með útrásinni sé margþættur. „Okkur langaði fyrst og fremst til að fara með okkar framleiðendur á rógróin markað, bæði til að sýna okkar og sjá aðra. Það er nauðsynlegt fyrir smáframleiðendur að víkka sjóndeildarhringinn og þá er betra að vera samstíga með öðrum sem eru á svipuðum stað í tilverunni. Þetta er gríðarlega stór markaður. Þarna fara í gegn um 20 þúsund manns á dag og sjö milljónir manna yfir árið. Við viljum líka kynna þennan hágæðamat sem við smáframleiðendur erum að gera með hugsanlega einhvern útflutning í huga – og við höfum lagt áherslu á framleiðslu sem á með einhverjum hætti tengingar í íslenskar matarhefðir.  Það tengist því svo aftur, að fyrir þúsund árum fóru Víkingar upp ánna Thames, skemmdu brú sem tengdi bændur í sveitunum við London, tóku mat af Lundúnarbúum og í kjölfarið varð þar matarskortur.  Í kjölfarið var Borough Market stofnaður þarna við brúna, þar sem hægt var að kaupa mat milliliðalaust. Við lítum svo á að nú séum við í táknrænum skilningi að færa þeim matinn aftur,“ segir Eirný.

Fjórir sauðfjárbændur með í för

„Framleiðendurnir sem fara með okkur eru með mjög fjölbreytta matvöru,“ segir Eirný. „Við erum með fjóra sauðfjárbændur; lífrænt vottaða hvannarlambið frá Ytri-Fagradal, Bjarteyjarsand með sína verðlaunuðu bláberjavöðva, Hundastapa með þurrverkaðan ærhryggvöðva og svo eru Seglbúðir með góða lambakjötið sitt, en lömbin koma beint af heiðinni inn í litla handverkssláturhúsið þeirra þar sem það fær að hanga í þrjá daga eftir slátrun. Við erum með Móður jörð, Saltverk og Omnom, en margir þekkja orðið þá framleiðendur. Sólsker kemur með fiskafurðir sínar; til að mynda heitreyktan makríl og karfa, heitreykt hrogn og paté. Ósnes fer með síldina sína og iCan með niðursoðna reykta þorsklifur. Svo ætla ég að vera með afurðir sem ég hef unnið úr hvönn; sultur, chutney, súpukraft, fræ og te. Ótalið er þá handverksbakaríið Sandholt, með kleinurnar sínar, og Rabarbia sem er með handgert sælgæti úr rabarbaranum.“

Hún segir að það sé heilmikið verkefni að flytja alla þessa smáframleiðendur til London og í mörg reglugerðarhorn að líta. Ekki sé enn fyllilega búið að fjármagna verkefnið og ekki sé heldur búið að loka fyrir styrkveitingar frá þeim sem hafa áhuga á því að leggja því lið. „Við ætlum bara að reyna að láta þetta ganga nokkurn veginn upp og en aðalmálið er að missa ekki af þessu góða tækifæri.“

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...