Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi
Fréttir 17. júlí 2017

Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti nú nýverið viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvæla­gæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu miklu fjölmenni.

Að sögn starfsmanna Margildis, þá þykir það nokkuð mikil list að gera lýsi (ómega-3) svo gott að 135 meistarakokkum og matgæðingum líki vel. Margildi var stofnað 2013 af Erlingi Viðari Leifssyni og Snorra Hreggviðssyni.

Síldarlýsi  með og án appelsínubragðs

Verðlaunin voru veitt fyrir síldarlýsi Margildis bæði með og án appelsínubragðs. Verðlaunin eru sambærileg Michelin-stjörnum veitinga- og hótelbransans og er Margildi sönn ánægja að vera landi og þjóð til sóma á þennan hátt.

Verðlaunin eru mikil viðurkenning og mun efla markaðssetningu síldarlýsis Margildis þar sem söluaðilar á neytendamarkaði fá leyfi til að merkja síldarlýsið með viðurkenningarborða iTQi sem staðfestir bragðgæði lýsisins.

Einkaleyfisvarin framleiðsluaðferð

Einstök einkaleyfisvarin framleiðslu­aðferð Margildis á síldarlýsi stuðlar að nærri því tvöfalt betri nýtingu á hrálýsi úr síld, loðnu og makríl með því að vinna það til manneldis í stað dýraeldis. Þetta er m.a. umhverfismál því með því að gera það mögulegt að fólk neyti lýsisins beint má sleppa millilið sem er meltingarvegur dýra s.s. laxfiska. Margildi vinnur því að því að beina notkun á lýsi sem mest yfir í fljótandi form sem fæðubótarefni og einnig sem íblöndunarefni í matvæli, svokallað markfæði. Þannig er fleirum gert kleift að neyta ómega-3 á sama tíma og dregið er úr notkun umbúða.

Margildi vinnur í samstarfi við nokkur íslensk fyrirtæki að þróun hollra matvæla sem innihalda ómega-3 úr lýsinu og má þar m.a. nefna ferskt pasta, viðbit úr smjöri, skyr, íslenska repjuolíublöndu, brauð o.fl.

Víðtækur stuðningur

Frumkvöðlafyrirtæki eins og Margildi þurfa á öflugu stuðningsneti opinberra og einkaaðila að halda til að komast á legg. Án fjárstuðnings núverandi hluthafa Margildis, AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóðs Rannís, Uppbyggingarsjóðs Austurlands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Íslandsbanka og TM, hefði þetta ekki verið hægt. Það á einnig við um ómetanlegt samstarf við aðra aðila s.s. Matís, Háskólann á Akureyri, Síldarvinnsluna, HB Granda, Loðnuvinnsluna, Eskju, Skinney Þinganes, Ísfélagið, Vinnslustöðina, Eflu, Alta, Kanon, KPMG, Samhenta, Sjávarútvegsráðstefnuna, Sjávarklasann ofl. aðila.

Verðlaunalýsi Margildis hefur verið selt til Evrópu og Bandaríkjanna og fer í smásöludreifingu hérlendis í lok sumars undir nýju vörumerki og líklegt að fleiri aðilar bætist í hópinn fljótlega.

Margildi vinnur áfram jafnt og þétt að frekari rannsóknum, vöruþróun og markaðssetningu framleiðsluvara ásamt undirbúningi að byggingu eigin lýsisverksmiðju.

Skylt efni: Margildi | lýsi | viðurkenning

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...