Skylt efni

lýsi

Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi
Fréttir 17. júlí 2017

Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi

Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti nú nýverið viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvæla­gæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu miklu fjölmenni.