Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Magðalena K. Jónsdóttir (t.h.) að taka á móti viðurkenningunni frá Elínborgu Sigurðardóttur, formanni SSK.
Magðalena K. Jónsdóttir (t.h.) að taka á móti viðurkenningunni frá Elínborgu Sigurðardóttur, formanni SSK.
Mynd / Pálína Magnúsdóttir
Fréttir 15. júlí 2021

Magðalena K. Jónsdóttir bóndi er Kvenfélagskona ársins 2020

Höfundur: Magnús Hreiðar Hlynsson

Á nýliðnum 93. ársfundi Sambands sunnlenska kvenna (SSK), sem var haldinn í Íþrótta­húsi Þykkvabæjar í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar, var tilkynnt um val á Kvenfélagskonu ársins 2020. Þann heiður hlaut Magðalena K. Jónsdóttir, kvenfélagskona í kvenfélaginu Fjallkonu undir Austur-Eyjafjöllum. Magðalena er jafnframt bóndi á bænum Drangshlíðardal. Hún er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin enda hefur hún starfað ötullega með kvenfélagi sínu í áraraðir og einnig fyrir SSK og Kvenfélagasamband Íslands.

Gegn fíkniefnaneyslu barna

Á ársþinginu samþykktu kvenfélags­konur einnig eftirfarandi ályktun:
„Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna, haldinn í Þykkvabæ 5. júní 2021, skorar á hæstvirtan barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, að setja af stað landsátak gegn fíkniefnaneyslu barna og ungmenna sem og forvarnafræðslu til foreldra og forráðamanna strax.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...