Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir slátrun fara vel af stað. Lömbin eru hins vegar talsvert léttari en í fyrra út af hreti í vor og köldu sumri.

Sigurður Bjarni Rafnsson.

Hann segir að miðað við það sem hefur komið í slátrun hingað til sé meðalþunginn talsvert lægri en á síðustu árum. Allt stefni í að fallþungi hrynji niður um 800 til 1.000 grömm í sláturhúsi KS, en meðalfallþungi lamba á landinu öllu í fyrra var 17,2 kílógrömm. Sigurður Bjarni segir að féð úr nágrenni Tröllaskagans sé léttast en sé strax vænna þegar komið er vestur í Húnavatnssýslur.

Þegar Bændablaðið ræddi við Sigurð Bjarna á mánudaginn reiknaði hann með að í lok dags yrði KS búið að slátra í kringum 57 þúsund lömbum það sem af er hausti. Nálega 3.000 gripir fara daglega í gegnum sláturhúsið þegar hæst stendur. Hann reiknar með að heildarfjöldinn verði á milli 80 til 90 þúsund fjár, þó ómögulegt sé að fullyrða um það nákvæmlega núna.

Alls eru 156 starfsmenn sem taka þátt í sláturtíðinni, að megninu til farandverkafólk frá Póllandi sem hverfur aftur til síns heima þegar sláturvertíð lýkur. Stefnt er að því að sláturtíðin endi 23. október og er engu sauðfé slátrað eftir þann tíma í Kjötafurðastöð KS.

Skylt efni: sláturtíð

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...