Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir slátrun fara vel af stað. Lömbin eru hins vegar talsvert léttari en í fyrra út af hreti í vor og köldu sumri.

Sigurður Bjarni Rafnsson.

Hann segir að miðað við það sem hefur komið í slátrun hingað til sé meðalþunginn talsvert lægri en á síðustu árum. Allt stefni í að fallþungi hrynji niður um 800 til 1.000 grömm í sláturhúsi KS, en meðalfallþungi lamba á landinu öllu í fyrra var 17,2 kílógrömm. Sigurður Bjarni segir að féð úr nágrenni Tröllaskagans sé léttast en sé strax vænna þegar komið er vestur í Húnavatnssýslur.

Þegar Bændablaðið ræddi við Sigurð Bjarna á mánudaginn reiknaði hann með að í lok dags yrði KS búið að slátra í kringum 57 þúsund lömbum það sem af er hausti. Nálega 3.000 gripir fara daglega í gegnum sláturhúsið þegar hæst stendur. Hann reiknar með að heildarfjöldinn verði á milli 80 til 90 þúsund fjár, þó ómögulegt sé að fullyrða um það nákvæmlega núna.

Alls eru 156 starfsmenn sem taka þátt í sláturtíðinni, að megninu til farandverkafólk frá Póllandi sem hverfur aftur til síns heima þegar sláturvertíð lýkur. Stefnt er að því að sláturtíðin endi 23. október og er engu sauðfé slátrað eftir þann tíma í Kjötafurðastöð KS.

Skylt efni: sláturtíð

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...