Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri
Mynd / BBL
Fréttir 14. desember 2017

Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri

Höfundur: smh
Fjölskyldan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur ákveðið að loka Gestastofunni sem hefur verið rekin við bæinn undanfarin tæp sjö ár. 
 
Hún var opnuð ári eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og þar gátu gestir fræðst um eldgos og upplifað það upp að vissu marki hvernig líf undir eldfjalli getur verið, því kvikmynd um gosið og hvernig bærinn reis síðan úr öskunni var þar sýnd.
 
Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Gestastofuna á þessum árum og segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, að þetta hafi verið góður tími. „Þetta var bara komið gott samt og tími til kominn að fara að sinna búskapnum að fullu og ýmsum hliðum hans. Vinnan á Gestastofunni hefur nefnilega lagst mjög á heimilisfólkið og það er erfitt að fá starfsfólk.“
 
Aðalbúgreinin á Þorvaldseyri er kúabúskapur, auk nauta­kjöt­framleiðslu, en bærinn er einnig mjög kunnur fyrir bygg- og repjurækt. „Við erum með alls konar starfsemi í kringum þessa ræktun og mikil eftirspurn eftir þessum afurðum. Við framleiðum korn og mjöl, repjuolíu og fleira – og erum með ýmislegt á prjónunum sem við ætlum nú að sinna að fullu,“ segir Ólafur. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...