Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri
Mynd / BBL
Fréttir 14. desember 2017

Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri

Höfundur: smh
Fjölskyldan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur ákveðið að loka Gestastofunni sem hefur verið rekin við bæinn undanfarin tæp sjö ár. 
 
Hún var opnuð ári eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og þar gátu gestir fræðst um eldgos og upplifað það upp að vissu marki hvernig líf undir eldfjalli getur verið, því kvikmynd um gosið og hvernig bærinn reis síðan úr öskunni var þar sýnd.
 
Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Gestastofuna á þessum árum og segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, að þetta hafi verið góður tími. „Þetta var bara komið gott samt og tími til kominn að fara að sinna búskapnum að fullu og ýmsum hliðum hans. Vinnan á Gestastofunni hefur nefnilega lagst mjög á heimilisfólkið og það er erfitt að fá starfsfólk.“
 
Aðalbúgreinin á Þorvaldseyri er kúabúskapur, auk nauta­kjöt­framleiðslu, en bærinn er einnig mjög kunnur fyrir bygg- og repjurækt. „Við erum með alls konar starfsemi í kringum þessa ræktun og mikil eftirspurn eftir þessum afurðum. Við framleiðum korn og mjöl, repjuolíu og fleira – og erum með ýmislegt á prjónunum sem við ætlum nú að sinna að fullu,“ segir Ólafur. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...