Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri
Mynd / BBL
Fréttir 14. desember 2017

Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri

Höfundur: smh
Fjölskyldan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur ákveðið að loka Gestastofunni sem hefur verið rekin við bæinn undanfarin tæp sjö ár. 
 
Hún var opnuð ári eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og þar gátu gestir fræðst um eldgos og upplifað það upp að vissu marki hvernig líf undir eldfjalli getur verið, því kvikmynd um gosið og hvernig bærinn reis síðan úr öskunni var þar sýnd.
 
Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Gestastofuna á þessum árum og segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, að þetta hafi verið góður tími. „Þetta var bara komið gott samt og tími til kominn að fara að sinna búskapnum að fullu og ýmsum hliðum hans. Vinnan á Gestastofunni hefur nefnilega lagst mjög á heimilisfólkið og það er erfitt að fá starfsfólk.“
 
Aðalbúgreinin á Þorvaldseyri er kúabúskapur, auk nauta­kjöt­framleiðslu, en bærinn er einnig mjög kunnur fyrir bygg- og repjurækt. „Við erum með alls konar starfsemi í kringum þessa ræktun og mikil eftirspurn eftir þessum afurðum. Við framleiðum korn og mjöl, repjuolíu og fleira – og erum með ýmislegt á prjónunum sem við ætlum nú að sinna að fullu,“ segir Ólafur. 
Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...