Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá undirskrift viljayfirlýsingar Árborgar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðara í sveitarfélaginu. Á myndinni er bæjarráð Árborgar, frá vinstri, Arna Ír Gunnarsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyrún Magnúsdóttir og Helgi S. Haraldsson. Fyrir framan frá vins
Frá undirskrift viljayfirlýsingar Árborgar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðara í sveitarfélaginu. Á myndinni er bæjarráð Árborgar, frá vinstri, Arna Ír Gunnarsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyrún Magnúsdóttir og Helgi S. Haraldsson. Fyrir framan frá vins
Mynd / MHH
Fréttir 16. apríl 2018

Ljósleiðari inn á öll heimili í Árborg

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gagnaveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu en það er Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki. Verkefninu verður lokið á næstu þremur árum. 
 
Með framkvæmdunum munu heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða eitt gíga gæðasamband ljósleiðarans, sem gefur kost á 1000 megabitum til og frá heimili. 
 
Flest stærstu fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Vodafone, Nova, 365, Hringdu og Hringiðunnar. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, fagnar samkomulaginu um ljósleiðarann. 
 
Sjálfsagður hlutur 
 
„Öflug fjarskiptatenging er orðin jafn sjálfsagður hlutur í nútíma sveitarfélagi og vatn, rafmagn og fráveita. Íbúum Árborgar fjölgar hratt og við erum ánægð með að fá ljósleiðarann í hverja íbúð í bænum. Atvinnulíf verður hér líka samkeppnishæfara með bættum fjarskiptatengingum og við sjáum fram á gróskumikinn vöxt í sveitarfélaginu með því að þjónusta við íbúa og atvinnulíf eflist með tilkomu ljósleiðarans. Árborg kemst í fremstu röð sveitarfélaga í þessu tilliti.“ 

Skylt efni: ljósleiðari | Árborg

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...