Kraftur, svartgolsóttur hrútur.
Kraftur, svartgolsóttur hrútur.
Mynd / Sigursteinn Bjarnason
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð hefur gefið út ritið Litadýrð þar sem honum er fagnað.

Hún segir að þessa litadýrð í stofninum megi þakka íslenskum bændum sem í áranna rás hafi jafnan ekki séð tilgang í að banna ákveðna liti í sinni ræktun sem hefði gert stofninn einsleitan – eins og gerðist í flestum öðrum löndum. En þessi fjölbreytileiki flækir greiningu lita og því hafi hún fyrir nokkrum árum ákveðið að ráðast í gerð þessarar fyrstu handbókar um liti í íslenska sauðfjárstofninum. Hún kom svo út fyrir síðasta sauðburð.

Grámórauð eða ljósmórauð

„Í bókinni er leitast við að svara mögulegum spurningum áhugafólks um ullarliti. Þessar spurningar geta verið: Er þessi kind grámórauð, eða ljósmórauð eða kannski mókolótt? Hvernig lítur mógolsubotnótt út? Af hverju fór ærin á fjall með gult andlit en kemur um haustið með dökkgrátt heim? Hvað er gofótt, eða mögótt? Hvað eru tilviljunarblettir?

Þannig hjálpar handbókin annars vegar bændum að greina liti á réttan hátt, bæði á lömbum og fullorðnum kindum, og sýnir hins vegar fjölbreytileika íslenskra sauðalita í allri sinni dýrð,“ segir Karólína.

„Þar að auki eru litaerfðir útskýrðar á auðskiljanlegan hátt án þess að nota hefðbundnar skammstafanir sem virka oft ruglandi. Á þennan hátt er hægt að nýta sér þessa þekkingu bæði til að spá fyrir um liti lamba og til að skilgreina liti afkvæma sem eru kannski óljósir á vissum aldri eða ákveðnum árstíma,“ bætir hún við.

Munurinn á litbrigðum Lísu eftir árstíma. Ærin er arfhrein grá. Myndin til vinstri er tekin í byrjun maí en hin í byrjun ágúst Mynd/Karólína

Furðulítið til af upplýsingaefni

Karólína bendir líka á að í handbókinni sé Íslandskort með helstu svæðisbundnum litaheitum á sauðfé. Það varpi ljósi á ráðgátur eins og til dæmis um það þegar bændur úr Öræfum tala við skagfirska bændur um „kindur með ljósan kvið“. „Þeir kalla þennan lit mögótt á meðan Skagfirðingar segja botnótt. Í Mýrdal hins vegar er mögótt það sama og goltótt í Skagafirði – það er að kviðurinn er dökkur,“ útskýrir hún.

Í lokin er aðeins fjallað um ullarliti, bæði út frá sjónarhorni ullarverksmiðja og handverksfólks – og bornar saman mismunandi rúningsaðferðir og áhrif þeirra á ullargæði.

Sýnishorn af Íslandskortinu í bókinni sem sýnir helstu svæðisbundin litaheiti á sauðfé.

Litafjölbreytileiki og ullarframleiðsla

Karólína er sauðfjárbóndi sem leggur í sinni ræktun áherslu á litafjölbreytileika og ullarframleiðslu. Hún tók eftir því að það er almennt talað mikið um liti og að óvenjulegir litir vekja mikla athygli, en á sama tíma virðist fólk alls ekki sammála um litaheiti.

Við nánari athugun fannst henni furðulítið til af upplýsingaefni, sérstaklega vantaði myndefni af smáatriðum sem skipta sköpum við litagreiningu. Þess vegna byrjaði hún fyrir nokkrum árum að safna markvisst myndum og lýsingum af alls konar litarafbrigðum, sótti um styrk í Framleiðnisjóð landbúnaðarins til bókaútgáfunnar og fékk hann.

Hún hefur verið þátttakandi í rannsóknum á riðuveiki og innleiðingu á verndandi arfgerðum gegn riðu inn í íslenska sauðfjárstofninn. Hún segir að sú vinna hafi seinkað bókarútgáfunni, en í millitíðinni hafði bæst við aukastyrkur frá Kraftvélum/Kristjáni B. Jónssyni, sem gerði henni kleift að láta prenta bókina með hágæða offset-prentaðferð hér á Íslandi. Það var henni kærkomið þar sem „íslensk framleiðsla“ er henni hjartans mál, ekki síst þegar um upplýsingaefni um íslensku sauðkindina er að ræða.

Grábotnóttar mæðgur með óvenjulegar rákir. Mynd / Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...