Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Fréttir 8. ágúst 2017

Líkur á góðri kartöfluuppskeru í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu ári. Vorið var gott og flestir bændur settu snemma niður og nokkrir eru farnir að taka upp kartöflur og setja á markað. Formaður félags kartöflubænda á von á að uppskera fyrir norðan hefjist eftir verslunarmannahelgi.

Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kart­öflu­bænda, segist eiga von á góðri kart­öfluuppskeru í ár. „Vorið var gott framan af og við setum niður fyrstu kart­öflurnar hálfum mánuði fyrr en vanalega. Síðan kom kuldakafli og bleyta um miðjan maí sem tafði okkur aðeins, að minnsta kosti hér á norðurlandi.

Sumarið í fyrra var einstaklega gott fyrir okkur kartöflubændur. Ég á ekki von á að uppskeran í ár verði eins mikil og í fyrra en ég á ekki von á öðru en uppskeran í ár verði góð.

Vöxturinn undir grösunum lofar góðu

Að sögn Bergvins lofa kartöflurnar undir grösunum sem hann hefur kíkt undir góðu. „Ég er aðeins farinn að taka í soðið og mér sýnist á öllu að ég geti farið að taka upp premier og gullauga af því sem var sett niður fyrst með vél í kringum verslunarmannahelgina.

Þeir bændur sem fyrstir eru að taka upp og setja kartöflur á markað eru þeir sem rækta undir dúk eða með kartöflurnar í heitum garði og svo eru sunnlendingarnir yfirleit einhverjum dögum á undan okkur hér fyrir norðan,“ segir Bergvin.

Upptaka hafin í Þykkvabæ

Sigrún Björk Jónsdóttir kartöflubóndi í Dísukoti í Þykkvabæ segir að vöxturinn hafi farið vel af stað sérstaklega hjá kartöflum sem voru undir plast fyrstu vikurnar í vor. „Við tókum upp fyrstu kartöflurnar, premier, um miðjan júlí.“

Of mikil uppskera ekki endilega af hinu góða

Að sögn Sigrúnar er of snemmt að spá fyrir um uppskeru sumarsins en ef ekkert óvænt kemur upp á hún von á að hún verði góð. „Uppskeran síðasta sumar var of mikil og fæstir náðu að selja alla uppskeruna í fyrra. Það segir sig sjálft að of mikil uppskera er ekki endilega af hinu góða.“

Uppskeran á fullt seinni hluta ágúst

„Við erum að rækta premier, gullauga, rauðar og tegund sem kallast milva sem er góð í tilbúnar skrældar og forsoðnar kartöflur.“

Sigrún segir að allir kartöflubændur í Þykkvabæ séu farnir að taka upp kartöflur í sumarsölu en hún segir að upptakan hefjist ekki að fullum krafti fyrr en 20. til 25. ágúst og jafnvel ekki fyrr en um mánaðamótin ágúst og september.
 

Skylt efni: uppskera | Kartöflur

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...