Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Fréttir 8. ágúst 2017

Líkur á góðri kartöfluuppskeru í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu ári. Vorið var gott og flestir bændur settu snemma niður og nokkrir eru farnir að taka upp kartöflur og setja á markað. Formaður félags kartöflubænda á von á að uppskera fyrir norðan hefjist eftir verslunarmannahelgi.

Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kart­öflu­bænda, segist eiga von á góðri kart­öfluuppskeru í ár. „Vorið var gott framan af og við setum niður fyrstu kart­öflurnar hálfum mánuði fyrr en vanalega. Síðan kom kuldakafli og bleyta um miðjan maí sem tafði okkur aðeins, að minnsta kosti hér á norðurlandi.

Sumarið í fyrra var einstaklega gott fyrir okkur kartöflubændur. Ég á ekki von á að uppskeran í ár verði eins mikil og í fyrra en ég á ekki von á öðru en uppskeran í ár verði góð.

Vöxturinn undir grösunum lofar góðu

Að sögn Bergvins lofa kartöflurnar undir grösunum sem hann hefur kíkt undir góðu. „Ég er aðeins farinn að taka í soðið og mér sýnist á öllu að ég geti farið að taka upp premier og gullauga af því sem var sett niður fyrst með vél í kringum verslunarmannahelgina.

Þeir bændur sem fyrstir eru að taka upp og setja kartöflur á markað eru þeir sem rækta undir dúk eða með kartöflurnar í heitum garði og svo eru sunnlendingarnir yfirleit einhverjum dögum á undan okkur hér fyrir norðan,“ segir Bergvin.

Upptaka hafin í Þykkvabæ

Sigrún Björk Jónsdóttir kartöflubóndi í Dísukoti í Þykkvabæ segir að vöxturinn hafi farið vel af stað sérstaklega hjá kartöflum sem voru undir plast fyrstu vikurnar í vor. „Við tókum upp fyrstu kartöflurnar, premier, um miðjan júlí.“

Of mikil uppskera ekki endilega af hinu góða

Að sögn Sigrúnar er of snemmt að spá fyrir um uppskeru sumarsins en ef ekkert óvænt kemur upp á hún von á að hún verði góð. „Uppskeran síðasta sumar var of mikil og fæstir náðu að selja alla uppskeruna í fyrra. Það segir sig sjálft að of mikil uppskera er ekki endilega af hinu góða.“

Uppskeran á fullt seinni hluta ágúst

„Við erum að rækta premier, gullauga, rauðar og tegund sem kallast milva sem er góð í tilbúnar skrældar og forsoðnar kartöflur.“

Sigrún segir að allir kartöflubændur í Þykkvabæ séu farnir að taka upp kartöflur í sumarsölu en hún segir að upptakan hefjist ekki að fullum krafti fyrr en 20. til 25. ágúst og jafnvel ekki fyrr en um mánaðamótin ágúst og september.
 

Skylt efni: uppskera | Kartöflur

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...