Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Fréttir 8. ágúst 2017

Líkur á góðri kartöfluuppskeru í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu ári. Vorið var gott og flestir bændur settu snemma niður og nokkrir eru farnir að taka upp kartöflur og setja á markað. Formaður félags kartöflubænda á von á að uppskera fyrir norðan hefjist eftir verslunarmannahelgi.

Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kart­öflu­bænda, segist eiga von á góðri kart­öfluuppskeru í ár. „Vorið var gott framan af og við setum niður fyrstu kart­öflurnar hálfum mánuði fyrr en vanalega. Síðan kom kuldakafli og bleyta um miðjan maí sem tafði okkur aðeins, að minnsta kosti hér á norðurlandi.

Sumarið í fyrra var einstaklega gott fyrir okkur kartöflubændur. Ég á ekki von á að uppskeran í ár verði eins mikil og í fyrra en ég á ekki von á öðru en uppskeran í ár verði góð.

Vöxturinn undir grösunum lofar góðu

Að sögn Bergvins lofa kartöflurnar undir grösunum sem hann hefur kíkt undir góðu. „Ég er aðeins farinn að taka í soðið og mér sýnist á öllu að ég geti farið að taka upp premier og gullauga af því sem var sett niður fyrst með vél í kringum verslunarmannahelgina.

Þeir bændur sem fyrstir eru að taka upp og setja kartöflur á markað eru þeir sem rækta undir dúk eða með kartöflurnar í heitum garði og svo eru sunnlendingarnir yfirleit einhverjum dögum á undan okkur hér fyrir norðan,“ segir Bergvin.

Upptaka hafin í Þykkvabæ

Sigrún Björk Jónsdóttir kartöflubóndi í Dísukoti í Þykkvabæ segir að vöxturinn hafi farið vel af stað sérstaklega hjá kartöflum sem voru undir plast fyrstu vikurnar í vor. „Við tókum upp fyrstu kartöflurnar, premier, um miðjan júlí.“

Of mikil uppskera ekki endilega af hinu góða

Að sögn Sigrúnar er of snemmt að spá fyrir um uppskeru sumarsins en ef ekkert óvænt kemur upp á hún von á að hún verði góð. „Uppskeran síðasta sumar var of mikil og fæstir náðu að selja alla uppskeruna í fyrra. Það segir sig sjálft að of mikil uppskera er ekki endilega af hinu góða.“

Uppskeran á fullt seinni hluta ágúst

„Við erum að rækta premier, gullauga, rauðar og tegund sem kallast milva sem er góð í tilbúnar skrældar og forsoðnar kartöflur.“

Sigrún segir að allir kartöflubændur í Þykkvabæ séu farnir að taka upp kartöflur í sumarsölu en hún segir að upptakan hefjist ekki að fullum krafti fyrr en 20. til 25. ágúst og jafnvel ekki fyrr en um mánaðamótin ágúst og september.
 

Skylt efni: uppskera | Kartöflur

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...