Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu
Fréttir 4. ágúst 2015

Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sænski skógariðnaðurinn hefur dregið notkun jarðefnaeldsneytis um 71% á áratug. Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent.

Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst.

Á heimasíðu Skóræktar ríkisins segir að árangurinn hafa náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfa en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins. Útreikningarnir eru byggðir á gögnum frá sænsku hagstofunni SCB um pappírs- og trjákvoðuiðnaðinn en einnig sögunarmyllur og aðra timburvinnslu.

Reiknast mönnum til að losun koltvísýrings frá skógariðnaðinum hafi minnkað úr tveimur milljónum tonna árið 2005 í 600.000 tonn í ár. Gott dæmi um þessi umskipti er pappaverksmiðja Holmens-fyrirtækisins í Iggesund. Þar hefur starfsemin vaxið en samt sem áður hefur olíunotkun dregist saman úr 36.000 rúmmetrum 2005 í 3.500 rúmmetra 2014.

Þetta þýðir að losun koltvísýrings frá starfseminni hefur minnkað um 90% á tíu árum.
Notkun lífeldsneytis í sænska skógariðnaðinum hefur lítið breyst undanfarin fimmtán ár. Hún hefur sveiflast í kringum 50 teravattsstundir á ári í takt við hagsveiflur. Aðallega eru nýttar aukaafurðir eins og svartlútur, börkur og viðarkurl eða spænir.

Sænski skógariðnaðurinn tekur þátt í starfi samtakanna Svebio - Svenska Bioenergiföreningen. Þetta eru samtök fyrirtækja sem vinna að því að framleiða, meðhöndla og nýta hvers kyns tegundir lífeldsneytis.

Markmiðið er að auka notkun lífeldsneytis á sem visthæfastan og hagkvæmastan hátt. Svebio var sett á laggirnar 1980 og nú starfa í samtökunum um 300 fyrirtæki.
 

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...