Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu
Fréttir 4. ágúst 2015

Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sænski skógariðnaðurinn hefur dregið notkun jarðefnaeldsneytis um 71% á áratug. Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent.

Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst.

Á heimasíðu Skóræktar ríkisins segir að árangurinn hafa náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfa en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins. Útreikningarnir eru byggðir á gögnum frá sænsku hagstofunni SCB um pappírs- og trjákvoðuiðnaðinn en einnig sögunarmyllur og aðra timburvinnslu.

Reiknast mönnum til að losun koltvísýrings frá skógariðnaðinum hafi minnkað úr tveimur milljónum tonna árið 2005 í 600.000 tonn í ár. Gott dæmi um þessi umskipti er pappaverksmiðja Holmens-fyrirtækisins í Iggesund. Þar hefur starfsemin vaxið en samt sem áður hefur olíunotkun dregist saman úr 36.000 rúmmetrum 2005 í 3.500 rúmmetra 2014.

Þetta þýðir að losun koltvísýrings frá starfseminni hefur minnkað um 90% á tíu árum.
Notkun lífeldsneytis í sænska skógariðnaðinum hefur lítið breyst undanfarin fimmtán ár. Hún hefur sveiflast í kringum 50 teravattsstundir á ári í takt við hagsveiflur. Aðallega eru nýttar aukaafurðir eins og svartlútur, börkur og viðarkurl eða spænir.

Sænski skógariðnaðurinn tekur þátt í starfi samtakanna Svebio - Svenska Bioenergiföreningen. Þetta eru samtök fyrirtækja sem vinna að því að framleiða, meðhöndla og nýta hvers kyns tegundir lífeldsneytis.

Markmiðið er að auka notkun lífeldsneytis á sem visthæfastan og hagkvæmastan hátt. Svebio var sett á laggirnar 1980 og nú starfa í samtökunum um 300 fyrirtæki.
 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...