Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu
Fréttir 4. ágúst 2015

Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sænski skógariðnaðurinn hefur dregið notkun jarðefnaeldsneytis um 71% á áratug. Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent.

Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst.

Á heimasíðu Skóræktar ríkisins segir að árangurinn hafa náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfa en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins. Útreikningarnir eru byggðir á gögnum frá sænsku hagstofunni SCB um pappírs- og trjákvoðuiðnaðinn en einnig sögunarmyllur og aðra timburvinnslu.

Reiknast mönnum til að losun koltvísýrings frá skógariðnaðinum hafi minnkað úr tveimur milljónum tonna árið 2005 í 600.000 tonn í ár. Gott dæmi um þessi umskipti er pappaverksmiðja Holmens-fyrirtækisins í Iggesund. Þar hefur starfsemin vaxið en samt sem áður hefur olíunotkun dregist saman úr 36.000 rúmmetrum 2005 í 3.500 rúmmetra 2014.

Þetta þýðir að losun koltvísýrings frá starfseminni hefur minnkað um 90% á tíu árum.
Notkun lífeldsneytis í sænska skógariðnaðinum hefur lítið breyst undanfarin fimmtán ár. Hún hefur sveiflast í kringum 50 teravattsstundir á ári í takt við hagsveiflur. Aðallega eru nýttar aukaafurðir eins og svartlútur, börkur og viðarkurl eða spænir.

Sænski skógariðnaðurinn tekur þátt í starfi samtakanna Svebio - Svenska Bioenergiföreningen. Þetta eru samtök fyrirtækja sem vinna að því að framleiða, meðhöndla og nýta hvers kyns tegundir lífeldsneytis.

Markmiðið er að auka notkun lífeldsneytis á sem visthæfastan og hagkvæmastan hátt. Svebio var sett á laggirnar 1980 og nú starfa í samtökunum um 300 fyrirtæki.
 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...