Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu
Fréttir 4. ágúst 2015

Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sænski skógariðnaðurinn hefur dregið notkun jarðefnaeldsneytis um 71% á áratug. Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent.

Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst.

Á heimasíðu Skóræktar ríkisins segir að árangurinn hafa náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfa en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins. Útreikningarnir eru byggðir á gögnum frá sænsku hagstofunni SCB um pappírs- og trjákvoðuiðnaðinn en einnig sögunarmyllur og aðra timburvinnslu.

Reiknast mönnum til að losun koltvísýrings frá skógariðnaðinum hafi minnkað úr tveimur milljónum tonna árið 2005 í 600.000 tonn í ár. Gott dæmi um þessi umskipti er pappaverksmiðja Holmens-fyrirtækisins í Iggesund. Þar hefur starfsemin vaxið en samt sem áður hefur olíunotkun dregist saman úr 36.000 rúmmetrum 2005 í 3.500 rúmmetra 2014.

Þetta þýðir að losun koltvísýrings frá starfseminni hefur minnkað um 90% á tíu árum.
Notkun lífeldsneytis í sænska skógariðnaðinum hefur lítið breyst undanfarin fimmtán ár. Hún hefur sveiflast í kringum 50 teravattsstundir á ári í takt við hagsveiflur. Aðallega eru nýttar aukaafurðir eins og svartlútur, börkur og viðarkurl eða spænir.

Sænski skógariðnaðurinn tekur þátt í starfi samtakanna Svebio - Svenska Bioenergiföreningen. Þetta eru samtök fyrirtækja sem vinna að því að framleiða, meðhöndla og nýta hvers kyns tegundir lífeldsneytis.

Markmiðið er að auka notkun lífeldsneytis á sem visthæfastan og hagkvæmastan hátt. Svebio var sett á laggirnar 1980 og nú starfa í samtökunum um 300 fyrirtæki.
 

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...