Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði
Fréttir 30. júní 2016

Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leyfi til að selja plöntueitrið glýfosat hefur verið framlengt í löndum Evrópusambandsins um 18 mánuði.

Talsverður styr hefur verið innan nefndar Evrópusambandsins sem sér um leyfi á sölu efna til að drepa plöntur. Um tíma leit út fyrir að bannað yrði að selja plöntueitur sem innihalda glýfosat frá um með 30. júní. Ástæða bannsins var sú að talið er að efnið sé krabbameinsvaldandi án þess þó að óyggjandi sannanir þar um liggi fyrir.

Niðurstöður rannsókna á skaðsemi glýfosat stangast iðulega á eftir því hvort framleiðendur eða andstæðingar notkunar á efninu greiða fyrir þær.

Framleiðandinn hefur fengið 18 mánaða frest, eða til ársloka 2017, til að sýna fram á að efnið sé ekki skaðlegt heilsu manna. Takist það verður leyfi til sölu á efninu framlengt um fimmtán ár

Glýfósat er meðal annars virka efnið í Round up sem mikið er notað í landbúnaði í Evrópu og til að drepa óvinsælan gróður í görðum hér á landi.

Talsmenn bannsins segja að með frestuninni hafi verið gefið áframhaldandi leyfi til að dæla hundruðum þúsundum tonna út í náttúruna. Talið er notkun á glýfosati í heiminum á síðasta áratug hafi verið um 6000 milljón tonn.

Undanfarin ár hefur borið á að plöntur sem drepa á með glýfosat hafi myndað mótstöðu gegn efninu og að sífellt verði að nota sterkari blöndur af því að kokteil af efnum til að drepa plönturnar.

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...