Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði
Fréttir 30. júní 2016

Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leyfi til að selja plöntueitrið glýfosat hefur verið framlengt í löndum Evrópusambandsins um 18 mánuði.

Talsverður styr hefur verið innan nefndar Evrópusambandsins sem sér um leyfi á sölu efna til að drepa plöntur. Um tíma leit út fyrir að bannað yrði að selja plöntueitur sem innihalda glýfosat frá um með 30. júní. Ástæða bannsins var sú að talið er að efnið sé krabbameinsvaldandi án þess þó að óyggjandi sannanir þar um liggi fyrir.

Niðurstöður rannsókna á skaðsemi glýfosat stangast iðulega á eftir því hvort framleiðendur eða andstæðingar notkunar á efninu greiða fyrir þær.

Framleiðandinn hefur fengið 18 mánaða frest, eða til ársloka 2017, til að sýna fram á að efnið sé ekki skaðlegt heilsu manna. Takist það verður leyfi til sölu á efninu framlengt um fimmtán ár

Glýfósat er meðal annars virka efnið í Round up sem mikið er notað í landbúnaði í Evrópu og til að drepa óvinsælan gróður í görðum hér á landi.

Talsmenn bannsins segja að með frestuninni hafi verið gefið áframhaldandi leyfi til að dæla hundruðum þúsundum tonna út í náttúruna. Talið er notkun á glýfosati í heiminum á síðasta áratug hafi verið um 6000 milljón tonn.

Undanfarin ár hefur borið á að plöntur sem drepa á með glýfosat hafi myndað mótstöðu gegn efninu og að sífellt verði að nota sterkari blöndur af því að kokteil af efnum til að drepa plönturnar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...