Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði
Fréttir 30. júní 2016

Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leyfi til að selja plöntueitrið glýfosat hefur verið framlengt í löndum Evrópusambandsins um 18 mánuði.

Talsverður styr hefur verið innan nefndar Evrópusambandsins sem sér um leyfi á sölu efna til að drepa plöntur. Um tíma leit út fyrir að bannað yrði að selja plöntueitur sem innihalda glýfosat frá um með 30. júní. Ástæða bannsins var sú að talið er að efnið sé krabbameinsvaldandi án þess þó að óyggjandi sannanir þar um liggi fyrir.

Niðurstöður rannsókna á skaðsemi glýfosat stangast iðulega á eftir því hvort framleiðendur eða andstæðingar notkunar á efninu greiða fyrir þær.

Framleiðandinn hefur fengið 18 mánaða frest, eða til ársloka 2017, til að sýna fram á að efnið sé ekki skaðlegt heilsu manna. Takist það verður leyfi til sölu á efninu framlengt um fimmtán ár

Glýfósat er meðal annars virka efnið í Round up sem mikið er notað í landbúnaði í Evrópu og til að drepa óvinsælan gróður í görðum hér á landi.

Talsmenn bannsins segja að með frestuninni hafi verið gefið áframhaldandi leyfi til að dæla hundruðum þúsundum tonna út í náttúruna. Talið er notkun á glýfosati í heiminum á síðasta áratug hafi verið um 6000 milljón tonn.

Undanfarin ár hefur borið á að plöntur sem drepa á með glýfosat hafi myndað mótstöðu gegn efninu og að sífellt verði að nota sterkari blöndur af því að kokteil af efnum til að drepa plönturnar.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...