Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur
Fréttir 20. ágúst 2015

Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur

Höfundur: Vilmundur Hansen
Brest stjórnvöld hafa gefið bænd­um leyfi til að nota skordýraeitur sem er bannað innan landa Evrópu­sambandsins. Leyfið er tímabundið og gildir í 120 daga.
 
Andstæðingar notkunar á eitrinu segja að það geti haft gríðarlega slæmar afleyðingar í för með sér fyrir býflugnastofna í landinu. Blýflugum í Bretlandi og víðar um heim hefur fækkað mikið undanfarin ár og er dauði þeirra yfirleitt rakinn til óhóflegrar notkunar á skordýraeitri. Blýflugur eru nauðsynlegar við frjóvgun í ávaxtatrjáa og annarra plantan í matvælaiðnaði og fækk­un þeirra er þegar farin að hafa áhrif á uppskerumagn.
 
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir aft­ur á móti að það vanti vísindaleg rök sem sanna að eitrið sé meginástæða fækkun býflugna. Nefnd sem Cameron setti á laggirnar meðal annars til að kanna hvaða áhrif skordýraeitur hefði á býflugur lagðist gegn notkun efnisins. 
 
Efnið sem um ræðir er framleitt af fræsölu- og efnaframleiðslufyrirtækjunum Bayer og Syngenta sem segja að efnið sé ekki hættulegt býflugum og hafa eytt stórfé í sannfæra stjórnmálamenn, bændur og almenning um að svo sé.
 
Leyfi til að nota eitrið gildir í 120 daga og samkvæmt því mega bænd­ur sem stunda repjurækt og framleiða repjuolíu nota það á akra sína til að halda niðri skordýrum sem leggjast á plöntur af krossblómaætt. 
 
Landssamtök bænda á Bret­lands­eyjum fagna leyfinu og segja að það muni koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda bænda sem rækta repju. 
 
Ríflega 500.000 manns á Bret­lands­eyjum hafa skrifað undir kröfu þess efnis að leyfið verið afturkallað hið snarasta.

Skylt efni: býflugur | skordýraeitur

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...