Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur
Fréttir 20. ágúst 2015

Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur

Höfundur: Vilmundur Hansen
Brest stjórnvöld hafa gefið bænd­um leyfi til að nota skordýraeitur sem er bannað innan landa Evrópu­sambandsins. Leyfið er tímabundið og gildir í 120 daga.
 
Andstæðingar notkunar á eitrinu segja að það geti haft gríðarlega slæmar afleyðingar í för með sér fyrir býflugnastofna í landinu. Blýflugum í Bretlandi og víðar um heim hefur fækkað mikið undanfarin ár og er dauði þeirra yfirleitt rakinn til óhóflegrar notkunar á skordýraeitri. Blýflugur eru nauðsynlegar við frjóvgun í ávaxtatrjáa og annarra plantan í matvælaiðnaði og fækk­un þeirra er þegar farin að hafa áhrif á uppskerumagn.
 
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir aft­ur á móti að það vanti vísindaleg rök sem sanna að eitrið sé meginástæða fækkun býflugna. Nefnd sem Cameron setti á laggirnar meðal annars til að kanna hvaða áhrif skordýraeitur hefði á býflugur lagðist gegn notkun efnisins. 
 
Efnið sem um ræðir er framleitt af fræsölu- og efnaframleiðslufyrirtækjunum Bayer og Syngenta sem segja að efnið sé ekki hættulegt býflugum og hafa eytt stórfé í sannfæra stjórnmálamenn, bændur og almenning um að svo sé.
 
Leyfi til að nota eitrið gildir í 120 daga og samkvæmt því mega bænd­ur sem stunda repjurækt og framleiða repjuolíu nota það á akra sína til að halda niðri skordýrum sem leggjast á plöntur af krossblómaætt. 
 
Landssamtök bænda á Bret­lands­eyjum fagna leyfinu og segja að það muni koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda bænda sem rækta repju. 
 
Ríflega 500.000 manns á Bret­lands­eyjum hafa skrifað undir kröfu þess efnis að leyfið verið afturkallað hið snarasta.

Skylt efni: býflugur | skordýraeitur

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...