Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum. Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglugerðarinnar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjötskurðar. 

 

Með litlum sláturhúsum er átt við hús sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og er heimilt að slátra að hámarki 30 gripum á dag. Reglugerðin afmarkast við slátrun og kjötskurðar en gildir ekki um frekari vinnslu.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til húsnæðis og aðstöðu. Um hollustuhætti við slátrunina fer skv. reglugerð um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, nánar tiltekið viðauka III, þátt I, kafla IV.

Þá er jafnframt fjallað um kröfur varðandi innra eftirlit og skal það byggja á meginreglum um greiningu á hættu, mikilvæga stýristaði og forvarnir gegn hættum og taka mið af gildandi löggjöf um innra eftirlit.

Heilbrigðisskoðun fyrir og eftir slátrun verður framkvæmd af opinberum dýralæknum í samræmi við gildandi löggjöf.

Þeim sem hyggjast starfrækja lítið geit- og sauðfjársláturhús er bent á að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði um reglur varðandi vatnsból og mengunar- og frárennslismál.

 

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um framleiðslu í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

 

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...