Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum. Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglugerðarinnar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjötskurðar. 

 

Með litlum sláturhúsum er átt við hús sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og er heimilt að slátra að hámarki 30 gripum á dag. Reglugerðin afmarkast við slátrun og kjötskurðar en gildir ekki um frekari vinnslu.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til húsnæðis og aðstöðu. Um hollustuhætti við slátrunina fer skv. reglugerð um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, nánar tiltekið viðauka III, þátt I, kafla IV.

Þá er jafnframt fjallað um kröfur varðandi innra eftirlit og skal það byggja á meginreglum um greiningu á hættu, mikilvæga stýristaði og forvarnir gegn hættum og taka mið af gildandi löggjöf um innra eftirlit.

Heilbrigðisskoðun fyrir og eftir slátrun verður framkvæmd af opinberum dýralæknum í samræmi við gildandi löggjöf.

Þeim sem hyggjast starfrækja lítið geit- og sauðfjársláturhús er bent á að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði um reglur varðandi vatnsból og mengunar- og frárennslismál.

 

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um framleiðslu í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

 

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...