Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum. Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglugerðarinnar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjötskurðar. 

 

Með litlum sláturhúsum er átt við hús sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og er heimilt að slátra að hámarki 30 gripum á dag. Reglugerðin afmarkast við slátrun og kjötskurðar en gildir ekki um frekari vinnslu.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til húsnæðis og aðstöðu. Um hollustuhætti við slátrunina fer skv. reglugerð um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, nánar tiltekið viðauka III, þátt I, kafla IV.

Þá er jafnframt fjallað um kröfur varðandi innra eftirlit og skal það byggja á meginreglum um greiningu á hættu, mikilvæga stýristaði og forvarnir gegn hættum og taka mið af gildandi löggjöf um innra eftirlit.

Heilbrigðisskoðun fyrir og eftir slátrun verður framkvæmd af opinberum dýralæknum í samræmi við gildandi löggjöf.

Þeim sem hyggjast starfrækja lítið geit- og sauðfjársláturhús er bent á að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði um reglur varðandi vatnsból og mengunar- og frárennslismál.

 

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um framleiðslu í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

 

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna m...

800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð
Fréttir 26. júlí 2021

800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð

Gríðarlegir skógareldar geisa í kjölfar óvenjulegrar hitabylgju í Síberíu. Stjór...

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covi...

KS leggur til 200 milljónir króna
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveim...

Lífræn ræktun á Íslandi
Fréttir 22. júlí 2021

Lífræn ræktun á Íslandi

Anna María Björnsdóttir hefur í eitt og hálft ár unnið að heimildarmynd um lífræ...

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa
Fréttir 22. júlí 2021

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa

Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur verið sett á laggirnar.

Allar hænur í lausagöngu
Fréttir 22. júlí 2021

Allar hænur í lausagöngu

Samkvæmt reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í ...

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt
Fréttir 21. júlí 2021

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undi...