Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Mynd / LH hestar
Fréttir 23. október 2018

Lárus endurkjörinn

Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður Lands-sambands hestamannafélaga (LH) á landsþingi þess sem fór fram í Giljaskóla á Akureyri dagana 12. og 13. október. 
 
Lárus bauð sig fram til endurkjörs en hann var kjörinn formaður árið 2014. Fyrrum varaformaður sambandsins, Jóna Dís Bragadóttir, bauð sig einnig fram til formanns.
 
Ný stjórn Landssambandsins til næstu tveggja ára var kosin en hana skipa Ólafur Þórisson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen. Varastjórn var skipuð Lilju Björk Reynisdóttur, Þórdísi Arnardóttur, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, Siguroddi Péturssyni og Ómari Inga Ómarssyni.
 
Níu einstaklingar hlutu gullmerki LH, heiðursmerki sambandsins, fyrir ötult starf á sviði félagsmála hestamanna. Gullmerkin hlutu Ármann Gunnarsson, Ármann Magnússon, Áslaug Kristjánsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Hólmgeir Valdemarsson, Jónas Vigfússon, Ragnar Ingólfsson, Sigfús Ólafur Helgason og Þorsteinn Hólm Stefánsson.
 
Þá hlaut hestamannafélagið Hringur á Dalvík æskulýðsbikar LH fyrir framúrskarandi starf í æskulýðsmálum.
Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...