Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Mynd / LH hestar
Fréttir 23. október 2018

Lárus endurkjörinn

Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður Lands-sambands hestamannafélaga (LH) á landsþingi þess sem fór fram í Giljaskóla á Akureyri dagana 12. og 13. október. 
 
Lárus bauð sig fram til endurkjörs en hann var kjörinn formaður árið 2014. Fyrrum varaformaður sambandsins, Jóna Dís Bragadóttir, bauð sig einnig fram til formanns.
 
Ný stjórn Landssambandsins til næstu tveggja ára var kosin en hana skipa Ólafur Þórisson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen. Varastjórn var skipuð Lilju Björk Reynisdóttur, Þórdísi Arnardóttur, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, Siguroddi Péturssyni og Ómari Inga Ómarssyni.
 
Níu einstaklingar hlutu gullmerki LH, heiðursmerki sambandsins, fyrir ötult starf á sviði félagsmála hestamanna. Gullmerkin hlutu Ármann Gunnarsson, Ármann Magnússon, Áslaug Kristjánsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Hólmgeir Valdemarsson, Jónas Vigfússon, Ragnar Ingólfsson, Sigfús Ólafur Helgason og Þorsteinn Hólm Stefánsson.
 
Þá hlaut hestamannafélagið Hringur á Dalvík æskulýðsbikar LH fyrir framúrskarandi starf í æskulýðsmálum.
Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...