Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jakob S. Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk munu keppa í tölti og fjórgangi.
Jakob S. Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk munu keppa í tölti og fjórgangi.
Mynd / ghp
Fréttir 19. júlí 2017

Landslið Íslands kynnt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, kynnir í dag formlega þá knapa og hesta sem munu keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í Hollandi sem mun fara fram í bænum Oirschot daganna 7.–13. ágúst næstkomandi. 
 
Páll Bragi stýrir liðinu og verður Hugrún Jóhannsdóttir honum til aðstoðar. Þau Olil Amble, Elvar Einarsson og Hinrik Bragason eru þjálfarar liðsins.
 
Fjögur keppnispör tryggðu sér sæti í landsliðinu í gegnum úrtökumót landsliðsnefndar í júní. Það eru Jakob Svavar Sigurðsson á Gloríu á Skúfslæk, sem keppa í tölti og fjórgangi, Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík, sem keppa í tölti og fjórgangi ásamt þeim Finnboga Bjarnasyni á Randalín frá Efri-Rauðalæk og Gústaf Ásgeiri Hinrikssyni á Pistli frá Litlu-Brekku en þeir keppa í ungmennaflokki.
 
Fjórir titilverjendur
 
Fjórir heimsmeistarar frá síðasta móti árið 2015 verja titla sína. Kristín Lárusdóttir keppir í tölti og fjórgangi á Óðni von Hagenbuch, Guðmundur Björgvinsson mætir með stóðhestinn Straum frá Feti í tölt og fjórgang, Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli freista þess að verja titil sinn í gæðingaskeiði auk þess að taka þátt í öðrum skeiðgreinum mótsins. Þá mun Reynir Örn Pálmason mæta með Spóa frá Litlu-Brekku í fimmgang, slaktaumatölt og gæðingaskeið.
 
Þá mun Jóhann Rúnar Skúlason mæta með Finnboga frá Minni-Reykjum í tölt og fjórgang, Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri Leirárgörðum keppa í fimmgangi, tölti og gæðingaskeiði,  Viðar Ingólfsson og Kjarkur frá Skriðu munu keppa í fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði, Svavar Örn Hreiðarsson og Hekla frá Akureyri taka þátt í skeiðgreinum ásamt Ævari Erni Guðjónssyni og Vöku frá Sjávarborg.
 
Ungmennaflokkurinn er skipaður, ásamt þeim Finnboga og Gústafi Ásgeiri, Konráði Vali Sveinssyni á Sleipni frá Skör sem munu keppa í skeiðgreinum, Önnu Bryndísi Zingsheim á Náttrúnu vom Forstwald sem munu keppa í tölti og fjórgangi og Mána Hilmarssyni á Presti frá Borgarnesi, sem mun keppa í fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.
 
Sterk kynbótahross
 
Einnig senda Íslendingar fulltrúa sína í kynbótasýningu heimsmeistaramótsins. Buna frá Skrúð kemur fram í flokki 5 vetra hryssna, knapi hennar verður Björn Haukur Einarsson. Grani frá Torfunesi í flokki 5 vetra stóðhesta, knapi hans verður Sigurður Matthíasson. 
 
Í flokki 6 vetra hryssna kemur Hervör frá Hamarsey fram undir stjórn Vignis Jónassonar, Hængur frá Bergi í flokki 6 vetra stóðhesta en Jakob Svavar Sigurðsson mun sýna hann. Hnit frá Koltursey er fulltrúi Íslands í elsta flokki hryssna og mun Sigurður V. Matthíasson sýna hana. Þá verður Þórálfur frá Prestsbæ sýndur í elsta flokki stóðhesta undir stjórn Þórarins Eymundssonar. Magnús Benediktsson hefur verið ráðinn sem liðsstjóri kynbótasýninganna.
 
Keppnishrossin sem stödd eru hér á landi munu halda af landi brott helgina 29.–30. júlí og knaparnir nokkrum dögum síðar.  
Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...