Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Mynd / Mynd / HKr.
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaðar og að gripið verði til frekari aðgerða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, til að stuðla að því að stofnstærð nái aftur stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda.

Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega yfir maí til ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mati á stærð landsela­stofnsins við Ísland sem Hafrannsóknastofnun vann í samvinnu við Selasetur Íslands. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2020.

Þróun landselastofnsins

Fjöldi landsela var metinn um 33 þúsund dýr árið 1980 en ört fækkaði í stofninum fram til 1989 og var þá kominn niður í um 15 þúsund dýr. Mat á stærð stofnsins eftir talningu sem gerð var 2020 er 10.319 dýr og samkvæmt því er stofninn nú 69% minni en árið 1980 og 14% undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda sem er 12 þúsund dýr.
Benda niðurstöður undanfarinna ára til þess að stærð stofnsins sé nálægt sögulegu lágmarki.

Veiðar háðar leyfi

Samkvæmt reglugerð um bann við selveiði sem var innleidd 2019 eru allar selveiðar óheimilar á íslensku forráðasvæði, í sjó, ám og vötnum, nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er einnig bönnuð.

Afföll vegna óbeinna veiða, til dæmis meðafli við fiskveiðar, eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök íslenskra landsela sé vegna þess. Takmörkuð gögn eru til um óbeinar veiðar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönnum og úr stofnmælingu með þorskanetum bendir til að á árunum 2014 til 2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet.

Metinn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014 til 2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og landselir í botnvörpu.

Skylt efni: landselir | Stofnmat

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...