Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Mynd / Mynd / HKr.
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaðar og að gripið verði til frekari aðgerða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, til að stuðla að því að stofnstærð nái aftur stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda.

Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega yfir maí til ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mati á stærð landsela­stofnsins við Ísland sem Hafrannsóknastofnun vann í samvinnu við Selasetur Íslands. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2020.

Þróun landselastofnsins

Fjöldi landsela var metinn um 33 þúsund dýr árið 1980 en ört fækkaði í stofninum fram til 1989 og var þá kominn niður í um 15 þúsund dýr. Mat á stærð stofnsins eftir talningu sem gerð var 2020 er 10.319 dýr og samkvæmt því er stofninn nú 69% minni en árið 1980 og 14% undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda sem er 12 þúsund dýr.
Benda niðurstöður undanfarinna ára til þess að stærð stofnsins sé nálægt sögulegu lágmarki.

Veiðar háðar leyfi

Samkvæmt reglugerð um bann við selveiði sem var innleidd 2019 eru allar selveiðar óheimilar á íslensku forráðasvæði, í sjó, ám og vötnum, nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er einnig bönnuð.

Afföll vegna óbeinna veiða, til dæmis meðafli við fiskveiðar, eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök íslenskra landsela sé vegna þess. Takmörkuð gögn eru til um óbeinar veiðar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönnum og úr stofnmælingu með þorskanetum bendir til að á árunum 2014 til 2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet.

Metinn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014 til 2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og landselir í botnvörpu.

Skylt efni: landselir | Stofnmat

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...