Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Mynd / Mynd / HKr.
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaðar og að gripið verði til frekari aðgerða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, til að stuðla að því að stofnstærð nái aftur stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda.

Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega yfir maí til ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mati á stærð landsela­stofnsins við Ísland sem Hafrannsóknastofnun vann í samvinnu við Selasetur Íslands. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2020.

Þróun landselastofnsins

Fjöldi landsela var metinn um 33 þúsund dýr árið 1980 en ört fækkaði í stofninum fram til 1989 og var þá kominn niður í um 15 þúsund dýr. Mat á stærð stofnsins eftir talningu sem gerð var 2020 er 10.319 dýr og samkvæmt því er stofninn nú 69% minni en árið 1980 og 14% undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda sem er 12 þúsund dýr.
Benda niðurstöður undanfarinna ára til þess að stærð stofnsins sé nálægt sögulegu lágmarki.

Veiðar háðar leyfi

Samkvæmt reglugerð um bann við selveiði sem var innleidd 2019 eru allar selveiðar óheimilar á íslensku forráðasvæði, í sjó, ám og vötnum, nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er einnig bönnuð.

Afföll vegna óbeinna veiða, til dæmis meðafli við fiskveiðar, eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök íslenskra landsela sé vegna þess. Takmörkuð gögn eru til um óbeinar veiðar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönnum og úr stofnmælingu með þorskanetum bendir til að á árunum 2014 til 2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet.

Metinn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014 til 2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og landselir í botnvörpu.

Skylt efni: landselir | Stofnmat

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...