Hella
Hella
Fréttir 26. nóvember 2025

Lágvöruverðsverslun gæti risið á Hellu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Viljayfirlýsing um byggingu lágvöruverðsverslunar og annarrar þjónustu á Hellu hefur verið undirritað, en fyrirhugað byggingarsvæði er við Faxaflatir 4, á stórri lóð við þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum þorpið.

Að viljayfirlýsingunni standa annars vegar Drangar hf., sem meðal annars reka Samkaup og Orkuna, og hins vegar Land and Houses ehf. og Cheng Hoon International Development ehf., sem hyggjast byggja verslunar- og þjónustuhús á lóðinni. Drangar hf. hafa lýst áhuga á að setja þar upp matvöruverslun náist samningar milli aðila.

Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra fjallaði nýverið um málið og samþykkti eftirfarandi bókun:

„Unnið er að samkomulagi við verslunarkeðju, sem kallar á stærra húsnæði en nú er gert ráð fyrir á reitnum. Samhliða er óskað eftir að staðsetning á húsnæði færist sunnar sem stækkun nemur til að koma fyrir fleiri bílastæðum fyrir framan í tengslum við verslunarkeðjuna. Núverandi stærð lóðar og stærð á byggingarreit takmarka þessar forsendubreytingar og eru því lykilatriði í þeirri framþróun sem fyrirhuguð er. Viljayfirlýsing liggur fyrir milli aðila til byggingar á verslunarrými fyrir lágvöruverðsverslun á fyrstu hæð.“

Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is, er hægt að kynna sér málið nánar og skoða teikningar og önnur skipulagsgögn.

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir að verkefnið sé enn á viljayfirlýsingastigi.

„Þetta er nú enn viljayfirlýsing milli lóðarhafans og Dranga, sem sveitarfélagið hefur ekki beina aðkomu að, nema við erum tilbúin að stækka lóðina til að þetta verði að veruleika,“ segir hann.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...