Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lágt verð að sliga mjólkurframleiðendur á Bretlandseyjum
Fréttir 15. janúar 2015

Lágt verð að sliga mjólkurframleiðendur á Bretlandseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afurðaverð til mjólkurbænda á Bretlandseyjum er orðið svo lágt að það stendur vart undir kostnaði. Kúabændum hefur fækkað um helming á síðasta áratug. Framleiðendur segja að með sama áframhaldi verði ekki hægt að tryggja áframhaldandi mjólkurframleiðslu í landinu.

Ekki er nóg með að kúabændur á Bretlandseyjum hafi þurft að þola rúmlega þriðjungs lækkun á verði, úr tæpum 65 í tæplega 40 íslenskar krónur fyrir mjólkurlítra á einu ári því í ofanálag eru mjólkursamlög þar í landi farin að draga þá á greiðslum. Helsta ástæða lækkunarinnar og tafa á greiðslum er sífellt harðnandi verðstríð stórmarkaða. Á sama tíma og verð til bænda hefur lækkað hefur verð á fóðri og öðrum nauðsynjum til framleiðslunnar verið að hækka um allt að 50%.

Vatn í flöskum dýrara en mjólk

Mjólk er viðkvæmari vara en flestar aðrar og sölutími hennar takmarkaður við fáa daga. Verð á lítra af mjólk í stórmörkuðum er lægra en sama magn af vatni, sama er reyndar upp á teningnum hér á landi, og undir framleiðsluverði hjá bændum sem reka meðalstór bú.

Framleiðslukostnaður á mjólkurlítra í Bretlandi er áætlaður í dag vera um 36% hærri en fyrir áratug.

Kúabændum fækkar

Fjöldi kúabænda á Bretlandseyjum er kominn undir tíu þúsund og hefur þeim fækkað um helming frá árinu 2002. Eina ástæða þess að margir bændur eru enn starfandi er að þeir njóta framleiðslustyrkja frá Evrópusambandinu en á móti kemur að kaupendur mjólkurinnar nota vitneskju um styrkina til að ná verðinu niður.

Verksmiðjubúum fjölgar

Í kjölfar fækkunar bænda hafa mjólkurbúin sem eftir standa stækkað og færst nær því að vera sjálfvirk verksmiðjubú með fleiri hundruð gripi. Hætt er að hleypa kúnum á beit og þær í staðinn fóðraðar á mjöli og fóðurbæti. Auk þess sem lyfjanotkun er mun algengari á verksmiðjubúum en litlum fjölskyldubúum. 

Aðrir úrræðagóðir kúabændur hafa gripið til þess ráðs að selja mjólk milliliðalaust til neytenda og jafnvel keyra hana heim að dyrum í mjólkurflöskum. Viðleitninni hefur verið vel tekið hjá mörgum sem styðja vilja bændurna og fá mjólk beint frá býli þrátt fyrir að verðið sé hærra en í stórmörkuðum.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...