Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lagt til að sameina lög um dýraheilbrigði og dýrainnflutning
Fréttir 26. október 2017

Lagt til að sameina lög um dýraheilbrigði og dýrainnflutning

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna hefur skilað skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Skýrslan er unnin í framhaldi umræðu undanfarinna ára um nauðsyn þess að endurskoða helstu lög sem varða dýraheilbrigði og dýrasjúkdóma.

Í skýrslunni er lagt til að í nýjum lögum um heilbrigði dýra verði tilgangi núverandi laga um dýrasjúkdóma og laga um innflutning á dýrum slegið saman. Þannig að til yrðu heildstæð og samræmd lög um dýraheilbrigði sem hafa að markmiði að vernda og bæta heilbrigði allra dýra á Íslandi. Á sama tíma að verjast komu nýrra smitefna til landsins og hindra að þau berist í dýr og breiðist út.

Áfram er gert ráð fyrir að það verði sérstök lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...