Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Miðgarður
Miðgarður
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rangárvöllum.

Meðferðarheimilið hefur verið starfrækt síðustu ár á Geldingalæk í Rangárþingi ytra en húsnæði þess er ónýtt. Lækjarbakki flytur í húsnæðið Miðgarð. Land og skógur eru með starfsemi í húsinu í dag en mun flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta­ og barnamálaráðuneytinu.

Þar kemur einnig fram að Lækjarbakki er eina heimili sinnar tegundar á Íslandi, sem býður upp á langtímameðferð fyrir drengi á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda vegna til dæmis vímuefnaneyslu, ofbeldis, afbrota, skóla­ og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til.

Starfsemi Lækjarbakka er á vegum Barna­ og fjölskyldustofu en á heimilinu dvelja allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði í senn, stundum lengur ef ástæða þykir til.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...