Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kyn hænsnfugla greint í eggi
Fréttir 23. janúar 2019

Kyn hænsnfugla greint í eggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný tækni gerir eggja­framleið­endum kleift að greina kyn hænsnfugla í eggi og sparar þannig útungun og slátrun hana við eggjaframleiðslu.

Eins og að líkum lætur er helmingur hænsnfugla sem klekjast úr eggjum hanar og helmingurinn hænur. Einungis hænurnar eru valdar til áframeldis en varphönunum, eins og þeir eru stundum nefndir, er slátrað. Talið er að 4–6 milljörðum varphana sé slátrað í heiminum árlega.

Greining hænsnfugla í kyn eftir varp er vandasamt verk og þarf til þess góða sjón og æft auga. Með nýrri tækni sem kallast „Seleegt“ er hægt að greina kyn fuglanna í eggi 21 degi eftir varp. Hanaeggin eru fjarlægð úr útungunarvélum og þau notuð í dýrafóður. Auk þess að vera skref í átt til meiri dýravelferðar sparar tækni eggjaframleiðendum bæði pláss og fóður.

Tæknin sem um ræðir byggir á því að greina hormóna í eggi með því að bora örfínt gat í skelina og sækja í eggið eilitla eggjahvítu sem síðan er hormónagreind. Greingin tekur innan við sekúndu fyrir hvert egg.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...