Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kyn hænsnfugla greint í eggi
Fréttir 23. janúar 2019

Kyn hænsnfugla greint í eggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný tækni gerir eggja­framleið­endum kleift að greina kyn hænsnfugla í eggi og sparar þannig útungun og slátrun hana við eggjaframleiðslu.

Eins og að líkum lætur er helmingur hænsnfugla sem klekjast úr eggjum hanar og helmingurinn hænur. Einungis hænurnar eru valdar til áframeldis en varphönunum, eins og þeir eru stundum nefndir, er slátrað. Talið er að 4–6 milljörðum varphana sé slátrað í heiminum árlega.

Greining hænsnfugla í kyn eftir varp er vandasamt verk og þarf til þess góða sjón og æft auga. Með nýrri tækni sem kallast „Seleegt“ er hægt að greina kyn fuglanna í eggi 21 degi eftir varp. Hanaeggin eru fjarlægð úr útungunarvélum og þau notuð í dýrafóður. Auk þess að vera skref í átt til meiri dýravelferðar sparar tækni eggjaframleiðendum bæði pláss og fóður.

Tæknin sem um ræðir byggir á því að greina hormóna í eggi með því að bora örfínt gat í skelina og sækja í eggið eilitla eggjahvítu sem síðan er hormónagreind. Greingin tekur innan við sekúndu fyrir hvert egg.

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...