Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kyn hænsnfugla greint í eggi
Fréttir 23. janúar 2019

Kyn hænsnfugla greint í eggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný tækni gerir eggja­framleið­endum kleift að greina kyn hænsnfugla í eggi og sparar þannig útungun og slátrun hana við eggjaframleiðslu.

Eins og að líkum lætur er helmingur hænsnfugla sem klekjast úr eggjum hanar og helmingurinn hænur. Einungis hænurnar eru valdar til áframeldis en varphönunum, eins og þeir eru stundum nefndir, er slátrað. Talið er að 4–6 milljörðum varphana sé slátrað í heiminum árlega.

Greining hænsnfugla í kyn eftir varp er vandasamt verk og þarf til þess góða sjón og æft auga. Með nýrri tækni sem kallast „Seleegt“ er hægt að greina kyn fuglanna í eggi 21 degi eftir varp. Hanaeggin eru fjarlægð úr útungunarvélum og þau notuð í dýrafóður. Auk þess að vera skref í átt til meiri dýravelferðar sparar tækni eggjaframleiðendum bæði pláss og fóður.

Tæknin sem um ræðir byggir á því að greina hormóna í eggi með því að bora örfínt gat í skelina og sækja í eggið eilitla eggjahvítu sem síðan er hormónagreind. Greingin tekur innan við sekúndu fyrir hvert egg.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...