Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kyn hænsnfugla greint í eggi
Fréttir 23. janúar 2019

Kyn hænsnfugla greint í eggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný tækni gerir eggja­framleið­endum kleift að greina kyn hænsnfugla í eggi og sparar þannig útungun og slátrun hana við eggjaframleiðslu.

Eins og að líkum lætur er helmingur hænsnfugla sem klekjast úr eggjum hanar og helmingurinn hænur. Einungis hænurnar eru valdar til áframeldis en varphönunum, eins og þeir eru stundum nefndir, er slátrað. Talið er að 4–6 milljörðum varphana sé slátrað í heiminum árlega.

Greining hænsnfugla í kyn eftir varp er vandasamt verk og þarf til þess góða sjón og æft auga. Með nýrri tækni sem kallast „Seleegt“ er hægt að greina kyn fuglanna í eggi 21 degi eftir varp. Hanaeggin eru fjarlægð úr útungunarvélum og þau notuð í dýrafóður. Auk þess að vera skref í átt til meiri dýravelferðar sparar tækni eggjaframleiðendum bæði pláss og fóður.

Tæknin sem um ræðir byggir á því að greina hormóna í eggi með því að bora örfínt gat í skelina og sækja í eggið eilitla eggjahvítu sem síðan er hormónagreind. Greingin tekur innan við sekúndu fyrir hvert egg.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f